Sigríður Thorlacius fagnaði þriggja ára lífsafmæli: „Það voru einhverjir verndarenglar þarna“ Sylvía Hall skrifar 2. febrúar 2019 13:20 Sigríður er fegin því að vera á lífi eftir bílslys á Kjalarnesi fyrir þremur árum síðan. Fréttablaðið/Stefán Sigríður Thorlacius söngkona var í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi „lífsafmæli“ sitt sem hún hélt upp á nú á dögunum. Afmælið heldur hún upp á til að minnast bílslyss sem hún lenti í á Kjalarnesi fyrir þremur árum síðan ásamt Ásgeiri Guðmundssyni, umboðsmanni Hjaltalín. „Við vorum að koma úr upptökuferð inni í Borgarfirði. Hjaltalín hafði verið yfir helgi í félagsheimili inn í Reykjadal og við vorum bara að taka upp og vinna. Við Ásgeir fylltum bílinn hans af þyngsta dótinu, bara á svona fallegum degi, og við vorum að keyra Kjalarnesið og það kom bara vindhviða í hálku og hann missti stjórn á bílnum og við fórum nokkrar veltur og lentum ofan í skurði á hvolfi,“ sagði Sigríður þegar hún rifjaði upp atvikið. Þau sluppu að mestu ómeidd frá slysinu, aðeins nokkrar skrámur og tak í bakið. Hún segir einhverja verndarengla hafa verið að störfum þar sem betur fór en áhorfðist.Bíllinn endaði á hvolfi eftir veltuna.Sigríður ThorlaciousHéldu að engin væri á lífi í bílnum „Ég hélt við værum að deyja,“ sagði Sigríður þegar hún var spurð hvað hafði farið í gegnum huga hennar þegar slysið varð. Aðkoman var sláandi og hún minnist þess að einn þeirra sem komu á vettvang sagði það vera útilokað að einhver væri á lífi í bílnum. „Hann opnar bílinn að aftan og ég heyri mann segja: „Það er pottþétt enginn lifandi í þessum bíl“. Ég hélt það líka en við erum augljóslega lifandi fyrst hann er að segja þetta, fyrst ég heyri þetta,“ sagði Sigríður og segir tímann hafa liðið hægt á meðan slysinu stóð. Sveitarmeðlimum sem komu að bílnum að sækja það sem í honum var hafi brugðið mjög að sjá bílinn enda gjörsamlega ónýtur.„Skíthrædd“ í bíl eftir slysið Sigríður segist hafa átt erfitt með að sjá hluti sem minntu sig á slysið í kjölfar þess, til dæmis mikinn snjó. Hún eigi enn í dag erfitt með að sitja í bíl og geti verið óþolandi farþegi oft á tíðum. „Ég er skíthrædd í bíl og ég get verið mjög óþolandi í bíl eftir þetta.“ Hún segir það hafa hjálpað að þau voru ófeimin að ræða slysið sín á milli og eftir slysið hafi þau hist í góðra vina hópi á Kaffibarnum. Sú hefð hélt áfram í nokkrar mánuði eftir slysið og hittust þau á mánudagskvöldum í einhvern tíma en slysið varð á mánudegi. „Ég held að við höfum sloppið nokkuð vel.“Viðtalið við Sigríði má heyra í spilaranum hér að neðan. Tímamót Tónlist Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Sigríður Thorlacius söngkona var í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi „lífsafmæli“ sitt sem hún hélt upp á nú á dögunum. Afmælið heldur hún upp á til að minnast bílslyss sem hún lenti í á Kjalarnesi fyrir þremur árum síðan ásamt Ásgeiri Guðmundssyni, umboðsmanni Hjaltalín. „Við vorum að koma úr upptökuferð inni í Borgarfirði. Hjaltalín hafði verið yfir helgi í félagsheimili inn í Reykjadal og við vorum bara að taka upp og vinna. Við Ásgeir fylltum bílinn hans af þyngsta dótinu, bara á svona fallegum degi, og við vorum að keyra Kjalarnesið og það kom bara vindhviða í hálku og hann missti stjórn á bílnum og við fórum nokkrar veltur og lentum ofan í skurði á hvolfi,“ sagði Sigríður þegar hún rifjaði upp atvikið. Þau sluppu að mestu ómeidd frá slysinu, aðeins nokkrar skrámur og tak í bakið. Hún segir einhverja verndarengla hafa verið að störfum þar sem betur fór en áhorfðist.Bíllinn endaði á hvolfi eftir veltuna.Sigríður ThorlaciousHéldu að engin væri á lífi í bílnum „Ég hélt við værum að deyja,“ sagði Sigríður þegar hún var spurð hvað hafði farið í gegnum huga hennar þegar slysið varð. Aðkoman var sláandi og hún minnist þess að einn þeirra sem komu á vettvang sagði það vera útilokað að einhver væri á lífi í bílnum. „Hann opnar bílinn að aftan og ég heyri mann segja: „Það er pottþétt enginn lifandi í þessum bíl“. Ég hélt það líka en við erum augljóslega lifandi fyrst hann er að segja þetta, fyrst ég heyri þetta,“ sagði Sigríður og segir tímann hafa liðið hægt á meðan slysinu stóð. Sveitarmeðlimum sem komu að bílnum að sækja það sem í honum var hafi brugðið mjög að sjá bílinn enda gjörsamlega ónýtur.„Skíthrædd“ í bíl eftir slysið Sigríður segist hafa átt erfitt með að sjá hluti sem minntu sig á slysið í kjölfar þess, til dæmis mikinn snjó. Hún eigi enn í dag erfitt með að sitja í bíl og geti verið óþolandi farþegi oft á tíðum. „Ég er skíthrædd í bíl og ég get verið mjög óþolandi í bíl eftir þetta.“ Hún segir það hafa hjálpað að þau voru ófeimin að ræða slysið sín á milli og eftir slysið hafi þau hist í góðra vina hópi á Kaffibarnum. Sú hefð hélt áfram í nokkrar mánuði eftir slysið og hittust þau á mánudagskvöldum í einhvern tíma en slysið varð á mánudegi. „Ég held að við höfum sloppið nokkuð vel.“Viðtalið við Sigríði má heyra í spilaranum hér að neðan.
Tímamót Tónlist Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira