Innlent

Mikill erill lögreglu vegna ölvunar í borginni

Kjartan Kjartansson skrifar
Ölvun og fíkniefnaneysla kom við sögu í mörgum þeim málum sem lögreglan sinnti í nótt.
Ölvun og fíkniefnaneysla kom við sögu í mörgum þeim málum sem lögreglan sinnti í nótt. Vísir/Vilhelm
Fimmtán ökumenn voru stöðvaðir í höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Mikill erill er sagður hafa verið hjá lögreglu vegna ölvunar í nótt og flestir fangaklefar séu fullir eftir nóttina.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir meðal annars frá því að ökumaður hafi ekið á brott eftir árekstur í miðborginni. Hann hafi náðst skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefni. Hann var látinn gista fangageymslu í nótt.

Annar maður var handtekinn vegna líkamsárásar í miðborginni og var hann sömuleiðis vistaður í fangageymslu. Þá voru nokkrir handteknir fyrir vörslu eða sölu á fíkniefnum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×