Segir að betra hefði verið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina að ESB Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 15:44 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var spurð út í ESB á þingi í dag. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun af hálfu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar árið 2009 að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild að Evrópusambandinu og fá þannig fram vilja þjóðarinnar til þess að sækja um. Þá segist hún telja að það væri óráð að ráðast aftur í slíka umsókn án þess að spyrja þjóðina álits fyrst. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Katrínu út í stöðu Íslands gagnvart ESB.Vill að Alþingi fagni því að umsóknin hafi verið dregin til baka Í máli Sigmundar Davíðs kom fram að síðar í vikunni hyggst hann leggja fram þingsályktunartillögu þar sem annars vegar verður lagt til að Alþingi fagni því að umsóknin um aðild að ESB hafi verið dregin til baka árið 2015, þegar Sigmundur var forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hins vegar verður svo lagt til að Alþingi álykti um leið að ekki skuli sótt aftur um aðild án undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þjóðin sé spurð hver vilji hennar sé til slíkrar umsóknar. Spurði Sigmundur Katrínu hvort hún væri sammála þessu sem lagt væri til með þingsályktunartillögunni.Sparar sér fagnaðarlætin Í svari sínu rifjaði Katrín upp að þegar sótt var um aðild árið 2009 var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að ekki skyldi sækja um áður en farið hefði fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Tillagan var felld, meðal annars af Katrínu, sem í dag segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun. „Ég hef sagt það seinna meir að það hefði öllum verið til góða að samþykkja þá tillögu og ráðast í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en ákveðið var að sækja um aðild. Mín skoðun er sú að það hefði verið betra, að það hafi ekki verið rétt ákvörðun hjá okkur sem stóðum að því að fella þá tillögu að fella hana,“ sagði Katrín. Í síðara svari kvaðst hún ætla að spara sér fagnaðarlætin varðandi það þegar umsókn Íslands að ESB var dregin til baka árið 2015 og minnti á að þá hefði líka verið uppi krafa um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar. Þá kvaðst Katrín ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB. Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun af hálfu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar árið 2009 að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild að Evrópusambandinu og fá þannig fram vilja þjóðarinnar til þess að sækja um. Þá segist hún telja að það væri óráð að ráðast aftur í slíka umsókn án þess að spyrja þjóðina álits fyrst. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Katrínu út í stöðu Íslands gagnvart ESB.Vill að Alþingi fagni því að umsóknin hafi verið dregin til baka Í máli Sigmundar Davíðs kom fram að síðar í vikunni hyggst hann leggja fram þingsályktunartillögu þar sem annars vegar verður lagt til að Alþingi fagni því að umsóknin um aðild að ESB hafi verið dregin til baka árið 2015, þegar Sigmundur var forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hins vegar verður svo lagt til að Alþingi álykti um leið að ekki skuli sótt aftur um aðild án undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þjóðin sé spurð hver vilji hennar sé til slíkrar umsóknar. Spurði Sigmundur Katrínu hvort hún væri sammála þessu sem lagt væri til með þingsályktunartillögunni.Sparar sér fagnaðarlætin Í svari sínu rifjaði Katrín upp að þegar sótt var um aðild árið 2009 var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að ekki skyldi sækja um áður en farið hefði fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Tillagan var felld, meðal annars af Katrínu, sem í dag segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun. „Ég hef sagt það seinna meir að það hefði öllum verið til góða að samþykkja þá tillögu og ráðast í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en ákveðið var að sækja um aðild. Mín skoðun er sú að það hefði verið betra, að það hafi ekki verið rétt ákvörðun hjá okkur sem stóðum að því að fella þá tillögu að fella hana,“ sagði Katrín. Í síðara svari kvaðst hún ætla að spara sér fagnaðarlætin varðandi það þegar umsókn Íslands að ESB var dregin til baka árið 2015 og minnti á að þá hefði líka verið uppi krafa um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar. Þá kvaðst Katrín ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB.
Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira