Innlent

Hellisheiði og Kjalarnes lokað á morgun vegna veðurs

Sylvía Hall skrifar
Búist er við slæmu veðri á morgun.
Búist er við slæmu veðri á morgun. Vísir/Anton Brink

Vegagerðin hefur uppfært áætlaðar lokanir á vegum vegna óveðursins sem væntanlegt er á morgun. Líkt og fram kom í fyrri frétt á Vísi er gert ráð fyrir tveimur lokunum milli Hvolsvallar og Hafnar.

Þær lokanir sem bætast við eru Hellisheiði og Þrengsli en þeim verður lokað klukkan 06:00 á morgun og stefnt á að opna á ný 05:00 degi seinna, eða þann 6. febrúar.

Þá verður Kjalarnes lokað frá 07:00 til 12:00. Mosfellsheiði lokar á sama tíma og stendur sú lokun að öllum líkindum til 05:00 degi seinna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.