Fótbolti

Portland staðfestir komu Dagnýjar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dagný í búningi Portland Thorns
Dagný í búningi Portland Thorns Portland Thorns
Dagný Brynjarsdóttir er orðinn leikmaður Portland Thorns á nýjan leik.

Í janúar bárust fréttir af því að Dagný væri á leið aftur til Portland og nú hefur félagið staðfest komu íslensku landsliðskonunnar.

Dagný spilaði með Portland Thorns 2016 og 2017 en snéri heim snemma árs 2018 þar sem hún átti von á sínu fyrsta barni og var því ekki með liðinu á síðasta ári.



„Ég er hæstánægð með að snúa aftur til félagsins,“ sagði Dagný í skilaboðum til stuðningsmannanna sem birt voru á Twitter síðu Portland.

„Ég hlakka til að byrja að æfa með liðinu og get ekki beðið eftir að sjá ykkur öll aftur.“



Á heimasíðu Portland er haft eftir Dagný að „topp félög í Evrópu höfðu áhuga á mér, en að mínu mati er NWSL [bandaríska úrvalsdeildin] sterkasta deild í heimi. Portland er eitt besta lið heims og ég vil spila með þeim bestu á meðan ég get það.“

Dagný varð bandarískur meistari með Portland árið 2017. Hún á að baki 76 landsleiki og hefur skorað í þeim 22 mörk.

„Dagný er sigurvegari og leikmaður sem leitast alltaf eftir því að gera eins vel og hún getur. Okkar lið byggist á þannig leikmönnum og ég get ekki beðið eftir að bjóða hana velkomna á ný,“ sagði þjálfarinn Mark Parsons.


Tengdar fréttir

Dagný og Ómar eignuðust son

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir og sambýlismaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust sitt fyrsta barn í vikunni.

Dagný á leið aftur til Portland

Dagný Brynjarsdóttir er á leið aftur út í atvinnumennsku og mun spila með bandaríska félaginu Portland Thorns á ný.

Dagný bandarískur meistari með Portland

Dagný Brynjarsdóttir og stöllur í Portland Thorns eru bandarískir meistarar eftir 1-0 sigur gegn North-Carolina Courage í úrslitaleik NWSL-deildarinnar í Orlando.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×