Kom ekkert annað lið til greina Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. febrúar 2019 08:30 Dagný Brynjarsdóttir í leik með Portland. fréttablaðið/getty Það er komið á hreint hvert næsta félag landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur er eftir að Rangæingurinn skrifaði undir tveggja ára samning við Portland Thorns, eitt sterkasta félagslið Bandaríkjanna. Henni barst samningur frá Portland undir lok síðasta árs og skrifaði hún undir skömmu fyrir jól en það var loksins staðfest af hálfu félagsins á mánudaginn. „Ég skrifaði undir á Þorláksmessu en félagið vildi ekki tilkynna þetta strax. Það voru margir að spyrja hvað tæki við og ég sagðist alltaf bara vera að fara aftur út eftir áramót.“ Dagný er öllum hnútum kunnug í Portland eftir að hafa leikið í tvö ár með félaginu. Þá lék hún með Florida State-háskólaliðinu þar sem hún var í öðru sæti yfir bestu leikmenn tímabilsins þegar lið Florida vann meistaratitilinn árið 2014. Dagný sneri aftur á heimaslóðir sumarið 2014 og lék með Selfossi í tvö ár með stuttu stoppi hjá Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari áður en hún hélt til Portland árið 2016. „Ég fékk tilboð frá Portland og vissi af áhuga toppliða í Svíþjóð en þegar Portland sýndi áhuga kom ekkert annað til greina. Ég var í viðræðum um nýjan samning þegar ég varð ólétt og félagið hefur verið í reglulegu sambandi allan þennan tíma svo að ég vissi að þau vildu fá mig aftur,“ segir Dagný og heldur áfram: „Að mínu mati er þetta einn af stærstu klúbbum heimsins og það er erfitt að segja nei við slíku tilboði. Leikmennirnir, aðstæðurnar og starfsfólkið er allt upp á tíu sem auðveldaði ákvörðunina. Ég hef átt gott samband við þjálfara liðsins, Mark Parsons. Hann vissi að ég væri ólétt á undan mörgum í fjölskyldunni því mér fannst ég þurfa að koma hreint fram og við höfum verið í reglulegu sambandi síðustu mánuði.“ Hún reyndi að fylgjast með úrslitum úr leikjum Portland en tímamismunur upp á átta tíma var ekki að hjálpa Dagnýju. „Ég fylgdist mikið með liðinu. Ég reyndi að horfa á leiki á austurströndinni, horfði á úrslitaleikinn. Leikir á vesturströndinni henta ekki fjölskyldulífinu á Íslandi vel,“ segir Dagný létt í lundu. Portland bauð Dagnýju að koma fyrr út og er verið að vinna í vegabréfsáritun en komi til þess að hún verði í íslenska landsliðshópnum sem fer til Algarve fer hún út í byrjun mars. „Leikmennirnir hittast í lok febrúar, þeir sem eru ekki í landsliðsverkefnum. Portland bauð mér að koma aðeins fyrr og það er allt tilbúið úti nema vegabréfsáritunin sem er verið að vinna í. Ég hef verið í reglulegu sambandi við Jón Þór og við tökum stöðuna með Portland á ný þegar Jón er búinn að velja hópinn fyrir Algarve. Ef ég fer til Algarve fer ég út til Portland strax eftir það en ef ég er ekki valin fer ég út á næstu dögum,“ segir Dagný sem er spennt að komast út á völlinn á ný. Síðasti leikur hennar var gegn Tékklandi í undankeppni HM haustið 2017. „Það er komin mikil spenna að komast út á völlinn á ný. Ég æfði allan desember með meistaraflokki Selfoss án þess að fara í tæklingar. Svo kom smá bakslag undir lok desember en þegar landsliðið var á Spáni byrjaði ég aftur á æfingum og þá á fullu, með tæklingum,“ segir Dagný og heldur áfram: „Þetta hefur verið þolinmæðisvinna, bæði líkamlega og andlega, að vinna í því að komast aftur í mitt besta stand. Það koma stundum verkir en það er ekkert sem truflar og ég er að vinna í því með sjúkraþjálfara mínum að komast aftur á réttan stað. Við tökum eitt skref í einu.“ Fótbolti Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Það er komið á hreint hvert næsta félag landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur er eftir að Rangæingurinn skrifaði undir tveggja ára samning við Portland Thorns, eitt sterkasta félagslið Bandaríkjanna. Henni barst samningur frá Portland undir lok síðasta árs og skrifaði hún undir skömmu fyrir jól en það var loksins staðfest af hálfu félagsins á mánudaginn. „Ég skrifaði undir á Þorláksmessu en félagið vildi ekki tilkynna þetta strax. Það voru margir að spyrja hvað tæki við og ég sagðist alltaf bara vera að fara aftur út eftir áramót.“ Dagný er öllum hnútum kunnug í Portland eftir að hafa leikið í tvö ár með félaginu. Þá lék hún með Florida State-háskólaliðinu þar sem hún var í öðru sæti yfir bestu leikmenn tímabilsins þegar lið Florida vann meistaratitilinn árið 2014. Dagný sneri aftur á heimaslóðir sumarið 2014 og lék með Selfossi í tvö ár með stuttu stoppi hjá Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari áður en hún hélt til Portland árið 2016. „Ég fékk tilboð frá Portland og vissi af áhuga toppliða í Svíþjóð en þegar Portland sýndi áhuga kom ekkert annað til greina. Ég var í viðræðum um nýjan samning þegar ég varð ólétt og félagið hefur verið í reglulegu sambandi allan þennan tíma svo að ég vissi að þau vildu fá mig aftur,“ segir Dagný og heldur áfram: „Að mínu mati er þetta einn af stærstu klúbbum heimsins og það er erfitt að segja nei við slíku tilboði. Leikmennirnir, aðstæðurnar og starfsfólkið er allt upp á tíu sem auðveldaði ákvörðunina. Ég hef átt gott samband við þjálfara liðsins, Mark Parsons. Hann vissi að ég væri ólétt á undan mörgum í fjölskyldunni því mér fannst ég þurfa að koma hreint fram og við höfum verið í reglulegu sambandi síðustu mánuði.“ Hún reyndi að fylgjast með úrslitum úr leikjum Portland en tímamismunur upp á átta tíma var ekki að hjálpa Dagnýju. „Ég fylgdist mikið með liðinu. Ég reyndi að horfa á leiki á austurströndinni, horfði á úrslitaleikinn. Leikir á vesturströndinni henta ekki fjölskyldulífinu á Íslandi vel,“ segir Dagný létt í lundu. Portland bauð Dagnýju að koma fyrr út og er verið að vinna í vegabréfsáritun en komi til þess að hún verði í íslenska landsliðshópnum sem fer til Algarve fer hún út í byrjun mars. „Leikmennirnir hittast í lok febrúar, þeir sem eru ekki í landsliðsverkefnum. Portland bauð mér að koma aðeins fyrr og það er allt tilbúið úti nema vegabréfsáritunin sem er verið að vinna í. Ég hef verið í reglulegu sambandi við Jón Þór og við tökum stöðuna með Portland á ný þegar Jón er búinn að velja hópinn fyrir Algarve. Ef ég fer til Algarve fer ég út til Portland strax eftir það en ef ég er ekki valin fer ég út á næstu dögum,“ segir Dagný sem er spennt að komast út á völlinn á ný. Síðasti leikur hennar var gegn Tékklandi í undankeppni HM haustið 2017. „Það er komin mikil spenna að komast út á völlinn á ný. Ég æfði allan desember með meistaraflokki Selfoss án þess að fara í tæklingar. Svo kom smá bakslag undir lok desember en þegar landsliðið var á Spáni byrjaði ég aftur á æfingum og þá á fullu, með tæklingum,“ segir Dagný og heldur áfram: „Þetta hefur verið þolinmæðisvinna, bæði líkamlega og andlega, að vinna í því að komast aftur í mitt besta stand. Það koma stundum verkir en það er ekkert sem truflar og ég er að vinna í því með sjúkraþjálfara mínum að komast aftur á réttan stað. Við tökum eitt skref í einu.“
Fótbolti Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira