Kom ekkert annað lið til greina Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. febrúar 2019 08:30 Dagný Brynjarsdóttir í leik með Portland. fréttablaðið/getty Það er komið á hreint hvert næsta félag landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur er eftir að Rangæingurinn skrifaði undir tveggja ára samning við Portland Thorns, eitt sterkasta félagslið Bandaríkjanna. Henni barst samningur frá Portland undir lok síðasta árs og skrifaði hún undir skömmu fyrir jól en það var loksins staðfest af hálfu félagsins á mánudaginn. „Ég skrifaði undir á Þorláksmessu en félagið vildi ekki tilkynna þetta strax. Það voru margir að spyrja hvað tæki við og ég sagðist alltaf bara vera að fara aftur út eftir áramót.“ Dagný er öllum hnútum kunnug í Portland eftir að hafa leikið í tvö ár með félaginu. Þá lék hún með Florida State-háskólaliðinu þar sem hún var í öðru sæti yfir bestu leikmenn tímabilsins þegar lið Florida vann meistaratitilinn árið 2014. Dagný sneri aftur á heimaslóðir sumarið 2014 og lék með Selfossi í tvö ár með stuttu stoppi hjá Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari áður en hún hélt til Portland árið 2016. „Ég fékk tilboð frá Portland og vissi af áhuga toppliða í Svíþjóð en þegar Portland sýndi áhuga kom ekkert annað til greina. Ég var í viðræðum um nýjan samning þegar ég varð ólétt og félagið hefur verið í reglulegu sambandi allan þennan tíma svo að ég vissi að þau vildu fá mig aftur,“ segir Dagný og heldur áfram: „Að mínu mati er þetta einn af stærstu klúbbum heimsins og það er erfitt að segja nei við slíku tilboði. Leikmennirnir, aðstæðurnar og starfsfólkið er allt upp á tíu sem auðveldaði ákvörðunina. Ég hef átt gott samband við þjálfara liðsins, Mark Parsons. Hann vissi að ég væri ólétt á undan mörgum í fjölskyldunni því mér fannst ég þurfa að koma hreint fram og við höfum verið í reglulegu sambandi síðustu mánuði.“ Hún reyndi að fylgjast með úrslitum úr leikjum Portland en tímamismunur upp á átta tíma var ekki að hjálpa Dagnýju. „Ég fylgdist mikið með liðinu. Ég reyndi að horfa á leiki á austurströndinni, horfði á úrslitaleikinn. Leikir á vesturströndinni henta ekki fjölskyldulífinu á Íslandi vel,“ segir Dagný létt í lundu. Portland bauð Dagnýju að koma fyrr út og er verið að vinna í vegabréfsáritun en komi til þess að hún verði í íslenska landsliðshópnum sem fer til Algarve fer hún út í byrjun mars. „Leikmennirnir hittast í lok febrúar, þeir sem eru ekki í landsliðsverkefnum. Portland bauð mér að koma aðeins fyrr og það er allt tilbúið úti nema vegabréfsáritunin sem er verið að vinna í. Ég hef verið í reglulegu sambandi við Jón Þór og við tökum stöðuna með Portland á ný þegar Jón er búinn að velja hópinn fyrir Algarve. Ef ég fer til Algarve fer ég út til Portland strax eftir það en ef ég er ekki valin fer ég út á næstu dögum,“ segir Dagný sem er spennt að komast út á völlinn á ný. Síðasti leikur hennar var gegn Tékklandi í undankeppni HM haustið 2017. „Það er komin mikil spenna að komast út á völlinn á ný. Ég æfði allan desember með meistaraflokki Selfoss án þess að fara í tæklingar. Svo kom smá bakslag undir lok desember en þegar landsliðið var á Spáni byrjaði ég aftur á æfingum og þá á fullu, með tæklingum,“ segir Dagný og heldur áfram: „Þetta hefur verið þolinmæðisvinna, bæði líkamlega og andlega, að vinna í því að komast aftur í mitt besta stand. Það koma stundum verkir en það er ekkert sem truflar og ég er að vinna í því með sjúkraþjálfara mínum að komast aftur á réttan stað. Við tökum eitt skref í einu.“ Fótbolti Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Í beinni: Liverpool - Southampton | Hverjir grípa tækifærið? Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Í beinni: Levante - Real Madrid | Nýliðarnir reyna að stöðva toppliðið Í beinni: Liverpool - Southampton | Hverjir grípa tækifærið? Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Sjá meira
Það er komið á hreint hvert næsta félag landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur er eftir að Rangæingurinn skrifaði undir tveggja ára samning við Portland Thorns, eitt sterkasta félagslið Bandaríkjanna. Henni barst samningur frá Portland undir lok síðasta árs og skrifaði hún undir skömmu fyrir jól en það var loksins staðfest af hálfu félagsins á mánudaginn. „Ég skrifaði undir á Þorláksmessu en félagið vildi ekki tilkynna þetta strax. Það voru margir að spyrja hvað tæki við og ég sagðist alltaf bara vera að fara aftur út eftir áramót.“ Dagný er öllum hnútum kunnug í Portland eftir að hafa leikið í tvö ár með félaginu. Þá lék hún með Florida State-háskólaliðinu þar sem hún var í öðru sæti yfir bestu leikmenn tímabilsins þegar lið Florida vann meistaratitilinn árið 2014. Dagný sneri aftur á heimaslóðir sumarið 2014 og lék með Selfossi í tvö ár með stuttu stoppi hjá Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari áður en hún hélt til Portland árið 2016. „Ég fékk tilboð frá Portland og vissi af áhuga toppliða í Svíþjóð en þegar Portland sýndi áhuga kom ekkert annað til greina. Ég var í viðræðum um nýjan samning þegar ég varð ólétt og félagið hefur verið í reglulegu sambandi allan þennan tíma svo að ég vissi að þau vildu fá mig aftur,“ segir Dagný og heldur áfram: „Að mínu mati er þetta einn af stærstu klúbbum heimsins og það er erfitt að segja nei við slíku tilboði. Leikmennirnir, aðstæðurnar og starfsfólkið er allt upp á tíu sem auðveldaði ákvörðunina. Ég hef átt gott samband við þjálfara liðsins, Mark Parsons. Hann vissi að ég væri ólétt á undan mörgum í fjölskyldunni því mér fannst ég þurfa að koma hreint fram og við höfum verið í reglulegu sambandi síðustu mánuði.“ Hún reyndi að fylgjast með úrslitum úr leikjum Portland en tímamismunur upp á átta tíma var ekki að hjálpa Dagnýju. „Ég fylgdist mikið með liðinu. Ég reyndi að horfa á leiki á austurströndinni, horfði á úrslitaleikinn. Leikir á vesturströndinni henta ekki fjölskyldulífinu á Íslandi vel,“ segir Dagný létt í lundu. Portland bauð Dagnýju að koma fyrr út og er verið að vinna í vegabréfsáritun en komi til þess að hún verði í íslenska landsliðshópnum sem fer til Algarve fer hún út í byrjun mars. „Leikmennirnir hittast í lok febrúar, þeir sem eru ekki í landsliðsverkefnum. Portland bauð mér að koma aðeins fyrr og það er allt tilbúið úti nema vegabréfsáritunin sem er verið að vinna í. Ég hef verið í reglulegu sambandi við Jón Þór og við tökum stöðuna með Portland á ný þegar Jón er búinn að velja hópinn fyrir Algarve. Ef ég fer til Algarve fer ég út til Portland strax eftir það en ef ég er ekki valin fer ég út á næstu dögum,“ segir Dagný sem er spennt að komast út á völlinn á ný. Síðasti leikur hennar var gegn Tékklandi í undankeppni HM haustið 2017. „Það er komin mikil spenna að komast út á völlinn á ný. Ég æfði allan desember með meistaraflokki Selfoss án þess að fara í tæklingar. Svo kom smá bakslag undir lok desember en þegar landsliðið var á Spáni byrjaði ég aftur á æfingum og þá á fullu, með tæklingum,“ segir Dagný og heldur áfram: „Þetta hefur verið þolinmæðisvinna, bæði líkamlega og andlega, að vinna í því að komast aftur í mitt besta stand. Það koma stundum verkir en það er ekkert sem truflar og ég er að vinna í því með sjúkraþjálfara mínum að komast aftur á réttan stað. Við tökum eitt skref í einu.“
Fótbolti Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Í beinni: Liverpool - Southampton | Hverjir grípa tækifærið? Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Í beinni: Levante - Real Madrid | Nýliðarnir reyna að stöðva toppliðið Í beinni: Liverpool - Southampton | Hverjir grípa tækifærið? Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Sjá meira