Upptökur á Klaustur bar

Klaustur bar boðar nafnabreytingu
Klaustur bar í Kirkjustræti mun breyta um nafn á árinu sem er að hefjast og kveðja hið gamla.

Þrjár sárar minningar og ein tillaga
Þegar ég var sumarstarfsmaður hjá Landsbankanum árið 2007 og bankastjóri notaði eitt hádegið til að kynna nýja vöru bankans sem var IceSave innlánsreikningarnir frægu.

Meintar nektarmyndir af Báru undir yfirskriftinni „hefnd fyrir Klaustursmálið“ reyndust af látinni vinkonu
Frá þessu greinir Bára á Facebook-síðu sinni í dag og biðlar til fólks að hjálpa sér að stöðva dreifingu myndanna.

Trúir á fyrirgefningu en fólk þarf að vinna sér inn fyrir henni
"Ég byrja alla morgna á hlaupi, sama hvernig viðrar og þá koma allar bestu hugmyndirnar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra en í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið í gegnum morguninn hjá ráðherra.

Bergþór kjörinn formaður með tveimur Miðflokksatkvæðum
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var nú fyrir skömmu kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar á fundi nefndarinnar sem hófst klukkan þrjú.

„Ekkert auðvelt að heyra hann kallaðan ómenni, viðbjóð, skíthæl, níðing og ofbeldismann“
"Pabbi hefur sjálfur sagt mér það að hann hefur grátið í koddann.“

Getur alls ekki hugsað sér að Bergþór verði formaður
Björn Leví Gunnarsson segir að Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, ekki hafa gengist við orðum sem hann lét falla á Klausturbar. Birni Leví hafi því runnið blóðið til skyldunnar að segja eitthvað í morgun þegar stefndi í að Bergþór yrði skipaður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu
Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun.

Óborganlegt atvik þegar smokkar og smjör komu við sögu á tónleikum Jógvan og Friðriks
Það vakti athygli undir lok síðasta árs þegar nafn Friðriks Ómars kom fram í upptöku af samræðum hóps þingmanna á Klaustur bar.

Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný
Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins.

Gunnar leitaði til sálfræðings eftir „blackout-ið“
Vildi komast að því hvað þarna hefði gerst.

Afsökunarbeiðnirnar standa enn þó tónninn sé orðinn grimmari
Gunnar Bragi fór um víðan völl í viðtali um Klausturmálið.

Siðareglur til endurskoðunar
Forseti Alþingis undirbýr nú endurskoðun siðareglna fyrir alþingismenn. Málið á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar. Endurskoða á framkvæmd og umgjörð reglnanna fremur en hátternisreglurnar sjálfar.

Forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi siðareglur fyrir alþingismenn
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi bæði siðareglur fyrir alþingismenn og málsmeðferðarreglur sem þeim fylgja. Hún er ekki sammála því að endurskoða þurfi ákvæði um gildissvið reglnanna og telur að það eigi að skýra rúmt. Þingmennska sé ekki hefðbundið starf og siðareglurnar eigi að gilda alls staðar þar sem þingmenn eru á opinberum vettvangi.
Frá degi til dags
Þau Haraldur Benediktsson og Steinunn Þóra Árnadóttir hafa ekki verið öfundsverð af hlutskipti sínu sem sjöundi og áttundi varaforsetar Alþingis.

Skammir móðurinnar vógu þyngra
Álit siðanefndar Alþingis kom Bergþóri Ólasyni á óvart en hann telur að Klaustursmálinu sé nú lokið. Bergþór ræðir meðal annars núning innanflokks, tvískinnung andstæðinga og hafnar því að orkupakkamálið hafi verið smjörklípa.

„Tala með ruddalegum, klámfengnum og niðrandi hætti um samstarfskonur sínar“
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, virtist ekki yfir sig hrifin af málsvörn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Segist hafa verið „meginskotmarkið í þessari aðgerð“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakar fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar.

Bergþór segir sitt uppgjör fara fram gagnvart kjósendum
Forsætisnefnd Alþingis staðfesti nú síðdegis þá niðurstöðu siðanefndar þingsins að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Hvorugur þeirra hyggst segja af sér þingmennsku. Bergþór segir að hann verði dæmdur af kjósendum en ekki pólitískt skipaðri siðanefnd.

Menntamálaráðherra um Gunnar og Bergþór: „Ummælin verða þeim til ævarandi skammar“
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna.