Innlent

Samgöngunefnd boðuð til fundar

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Bergþór Ólason.
Bergþór Ólason. vísir/vilhelm

Fundur hefst í umhverfis- og samgöngunefnd klukkan 9 í dag án þess að lausn hafi verið fundin á formannskrísu nefndarinnar. Samkvæmt dagskrá á að ræða starfið fram undan og önnur mál en búist er við að kosið verði um nýjan formann strax og fundur hefst.

Ekki liggur fyrir hvernig línurnar liggja í nefndinni og því ekki ljóst hvort hefur stuðning; Jón Gunnarsson eða Hanna Katrín Friðriksson. Rósa Björk Brynjólfsdóttir mun að sögn fylgja minnihlutanum að málum en ekki er enn ljóst hvern Bergþór Ólason, formaður nefndarinnar, styður í formannssæti og ekki gefið að hann fylgi meirihlutanum þrátt fyrir að hafa staðið varaformannsembættið til boða.

Mikið mæðir á nefndarmönnum í dag því einnig á að ljúka umræðu um samgönguáætlun í þinginu í dag og greiða um hana atkvæði.


Tengdar fréttir

Stefnir í val milli Jóns og Hönnu

Enn hefur ekki verið leyst úr formannskrísu umhverfis- og samgöngunefndar en tvívegis hefur orðið fundarfall í nefndinni síðan upp úr sauð á fundi nefndarinnar fyrir rúmri viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.