Innlent

66 prósent Íslendinga spila tölvuleiki, um helmingur í síma

Sighvatur Jónsson skrifar
Helmingur landsmanna spilar tölvuleiki í síma.
Helmingur landsmanna spilar tölvuleiki í síma. Vísir/Tótla

Konur spila tölvuleiki tveimur klukkustundum skemur en karlar á viku samkvæmt nýrri könnun Gallup sem var kynnt í dag. Á hverjum degi spila landsmenn tölvuleiki að meðaltali í tæplega klukkustund.

Gallup kannaði tölvuleikjaspilamennsku Íslendinga fyrir upplýsingatæknifyrirtækið Origo. Ríflega 700 manns 18 ára og eldri svöruðu netkönnun í fyrstu viku febrúar.

Flestir spila tölvuleiki á síma. Vísir/Tótla

Samkvæmt könnuninni spila 66% landsmanna tölvuleiki. 50% spila tölvuleiki í síma, 25% í spjaldtölvu, 39% í borðtölvu eða fartölvu og 27% spila í leikjatölvu.

41% Íslendinga spilar tölvuleiki vikulega eða oftar. Meðaltími tölvuleikjaspilamennsku er 54 mínútur á dag.

25% spila í 3-7 klukkustundir á viku, 16% í 7-14 klukkustundir og um 12% spila tölvuleiki í meira en 14 klukkustundir á viku.

Svarendur voru 18 ára og eldri. Vísir/Tótla

Fólk 18 ára og eldri svaraði könnuninni. Samkvæmt svarendum spila 14% 0-2 ára barna tölvuleiki og 65% barna á aldrinum 3-5 ára. 94% barna á aldrinum 6-12 ára spila tölvuleiki og 86% í aldurshópnum 13-17 ára.

Tölvuleikjapilamennska flokkast undir rafíþróttir. Jens Christian Ringdal stofnaði elsta rafíþróttafélag Danmerkur í heimabænum Hróarskeldu. Jens segir lykilatriði rafíþrótta vera að fólk á öllum aldri hittist til að spila saman.

„Á Norðurlöndum getum við sameinast um rafíþróttir, við þurfum að ná spilamennskunni út úr barnaherbergjum og inn í klúbbana svo allir geti spilað saman.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.