Fótbolti

Fyrrum landsliðsmaður: Geir tókst að láta flestum í landsliðshópnum líka illa við sig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hallgrímur í leik með íslenska landsliðinu.
Hallgrímur í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Hallgrímur Jónasson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og núverandi leikmaður KA, vonast eftir að Guðni Bergsson verði kosinn formaður KSÍ er 73. ársþing KSÍ fer fram í Reykjavík á laugardaginn.

Guðni berst við formannsstólinn við fyrrum formann og núverandi heiðursformann, Geir Þorsteinsson, en Geir ákvað að bjóða sig aftur fram eftir tvö ár á hliðarlínunni.

Hallgrímur, sem lék sextán A-landsleiki og er þekktastur fyrir mörk sín tvö gegn Portúgal í undankeppni EM 2012, skaut föstum skotum að Geir á Facebook-síðu sinni i kvöld.

Þar segir hann að Geir hafi tekist að láta nær alla í landsliðshópnum verða illa við sig. Hann segir að þrátt fyrir frábæran árangur landsliðsins hafi Geir samt hagað sér svona og segir hann það einstakan hæfileika.

Hallgrímur bætir einnig við hann sé virkilega ósáttur við hvernig hann leysti úr vandamálunum sem komu upp en Hallgrímur leikur nú með KA í Pepsi-deildinni.

Formannskosningarnar fara fram á laugardaginn en færslu Hallgríms má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Könnun íþróttadeildar: Guðni er að valta yfir Geir

Íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis stóð fyrir könnun á meðal aðildarfélaga KSÍ um hvaða formannsframbjóðanda félögin ætluðu að kjósa. Sú könnun kom afar vel út fyrir sitjandi formann, Guðna Bergsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×