Fótbolti

Guðni þakklátur fyrir stuðning Ceferin en Geir segir hann með frekleg afskipti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var líf og fjör í sjónvarpssal Stöðvar 2 Sport í gærkvöldi er Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður, mættust í kappræðum.

Guðni og Geir voru í settinu hjá Henry Birgi Gunnarssyni þar sem farið var yfir víðan völl en þeir bjóða sig báðir fram í formannsstól KSÍ. Kosið verður á 73. ársþingi KSÍ sem fer fram á laugardaginn.

Mikið hefur verið rætt og ritað um aðkomu Aleksander Ceferin, forseta UEFA, að kosningunum en hann lofaði Guðna Bergsson mikið í viðtali við Vísi í síðustu viku. Hvað fannst Guðna um þessi ummæli?

„Ég er þakklátur fyrir það og það kom mér á óvart hvað hann talaði hlýlega og af mikilli virðingu til mín,“ sagði Guðni. Geir var eðlilega ekki á sama máli og sagði afskiptin hafa verið honum lík.

„Ég tel að það geti vel haft eftirmála. Þetta gerir maður ekki og það hvarflaði ekki að mér sem formaður KSÍ að hafa afskipti af aðildarfélögunum. Þó ég starfaði ég innan Ísland en hann er einn æðsti maðurinn í allsheimsknattspyrnuni.“

„Hann getur ekki komið svona fram og hann veit það. Þetta eru frekleg afskipti. Ég tel að KSÍ eigi að mótmæla þessu því að hann fer freklega inn á sjálfráðarétt íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar.“

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni þar sem þeir ræða meðal annars ummæli Aleksander.


Tengdar fréttir

KSÍ hefur ekki enn gert upp við Heimi Hallgrímsson

Fram kom í kappræðum Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í gær að KSÍ hefur ekki enn gert upp við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir HM.

Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×