Fótbolti

Barcelona farið að undirbúa lífið eftir Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi kyssir Meistaradeildarbikarinn.
Lionel Messi kyssir Meistaradeildarbikarinn. Vísir/Getty
Forseti Barcelona segir að virkni félagsins á markaðnum sé farin að snúast meira um það að undirbúa liðið fyrir það að missa einn allra besta knattspyrnumann allra tíma.

Barcelona gekk á dögunum frá kaupum á hinum 21 árs gamla Frenkie de Jong en spænska félagið borgað Ajax 65 milljónir punda fyrir hann. Það má búast við að félagið reyni að kaupa fleiri unga leikmenn í sumar.

„Ég veit að Lionel Messi mun einhvern daginn leggja skóna á hilluna,“ sagði Josep Maria Barcelona, í viðtali við Guillem Balague á BBC.





Messi á enn eftir tvö á af samningi sínum og Bartomeu tók það jafnframt fram að það sé eitthvað í það að skór Messi fari upp á hillu.

Það breytir ekki því að Barcelona horfir nú til framtíðar og til ungra leikmanna sem gætu hjálpað félaginu að viðhalda velgengi síðustu áratuga.

„Við verðum að undirbúa félagið fyrir framtíðina. Við erum að koma inn með unga leikmenn í liðið því það er á okkar ábyrgð að halda áfram velgengninni í framtíðinni,“ sagði Bartomeu sem hætti sem forseti árið 2021.

„Mitt umboð klárast eftir tvö ár. Ég þarf að skilja við félagið í frábærri stöðu og segja nýjum forseta að hér sé komin okkar arfleifð,“ sagði Bartomeu.

Lionel Messi hefur talað um draum sinn að enda ferillinn hjá Barcelona þar sem hann hefur verið frá fjórtán ára aldri. Messi er nú orðinn 31 árs og hefur skorað 581 mark í 664 leikjum með Börsungum sem er að sjálfsögðu met.

Hann hefur unnið spænsku deildina níu sinnum með Barcelona, Meistaradeildina fjórum sinnum og spænska bikarinn sex sinnum. Messi er líklegur til að bæta við þann lista í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×