Fótbolti

Tíu látnir í eldsvoða hjá Flamengo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ungur stuðningsmaður Flamengo með merki félagsins.
Ungur stuðningsmaður Flamengo með merki félagsins. vísir/getty
Eldur kom upp í vistarverum unglingaliðs Flamengo í morgun með þeim afleiðingum að tíu eru látnir.

Eldurinn kom upp er allur voru í fastasvefni og eru nokkrir slasaðir.

Ekki hefur verið gefið upp hverjir hinir látnu eru en flestir sem gistu þarna eru leikmenn á aldrinum 14 til 17 ára.

Vinicius Junior, leikmaður Real Madrid og fyrrum leikmaður Flamengo, hefur tíst um málið en hann er alinn upp hjá félaginu og gisti í þessum svefnskálum þar sem eldurinn kom upp.

Hann biður fyrir fólki og er miður sín líkt og allir yfir þessum hörmulegu tíðindum.





Flamengo er eitt stærsta félag Brasilíu og hefur alið upp leikmenn á borð við Ronaldinho, Bebeto og Romario.

Eins og sjá má á tístinu hér að neðan þá var eldsvoðinn mikill og aðkoman hræðileg.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×