Pogba með tvö mörk og United komið í Meistaradeildarsæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba og Martial fagna í dag.
Pogba og Martial fagna í dag. vísir/getty
Manchester United er komið í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að liðið vann öruggan 3-0 sigur á Fulham á útivelli í fyrsta leik 26. umferðarinnar sem fer fram um helgina.

Fulham byrjaði af krafti og fékk færi til þess að koma sér yfir í byrjun en fítonskraftur var í nýliðunum. Þeim var hins vegar slegið niður á jörðina er Paul Pogba kom United yfir á fjórtándu mínútu.

Anthony Martial lagði þá boltann inn á Pogba sem var í þröngu færi en ákvað að skjóta boltanum í nærstöngina. Sergio Rico kom engum vörnum við en hefði mögulega átt að gera betur í markinu.

Níu mínútum síðan var staðan orðinn 2-0. Fulham var að byggja upp sókn en slök sending úr vörninni varð til þess að Martial fékk boltann við miðlínuna. Hann óð á varnarlínu Martial, sólaði tvo þeirra upp úr skónum og kom boltanum í netið.

Hörmulegur varnarleikur United heldur áfram að verða þeim að falli en United með 2-0 forystu gegn nýliðunum í hálfleik. Það var fátt sem benti til þess að heimamenn myndu gera eitthvað í síðari hálfleik.

Þriðja og síðasta mark leiksins kom á 65. mínútu en þá skoraði Paul Pogba annað mark sitt og þriðja mark United. Markið kom úr vítaspyrnu eftir að Juan Mata var felldur innan teigs Fulham og Paul Tierney, dómari leiksins, gat ekkert annað gert en að dæma víti.

United er því komið í Meistaradeildarsæti, fjórða sætið með 50 stig, að minnsta kosti þangað til á morgun er Chelsea mætir Manchester City á útivelli en Chelsea er í fimmta sætinu með 50 stig. Fulham er í næst neðsta sætinu með sautján stig.

Það er stór vika framundan fyrir United en liðið mætir PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira