Heitt undir Silva eftir tap gegn gömlu lærisveinunum | Aron Einar og félagar unnu

Dagur Lárusson skrifar
Marco Silva.
Marco Silva. vísir/getty
Hrakfarir Gylfa og félaga í Everton héldu áfram í dag þegar liðið tapaði 1-0 gegn fyrrum lærisveinum Marco Silva.

 

Eftir að Gylfi byrjaði á bekknum fyrir Everton í miðri viku gegn City þá var hann í byrjunarliði í dag ásamt því sem Richarlison kom aftur inní liðið.

 

Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum en hvorugu liðinu tóksta að skora og því markalaust í hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum fóru liðsmenn Watford að verða líklegri.

 

Það var síðan á 65. mínútu þar sem Waford náði forystunni með marki frá Andre Gray sem skoraði af stuttu færi. Þetta reyndist eina mark leiksins en eftir leikinn er Everton í níunda sæti deildarinnar með 33 stig á meðan Watford er í áttunda sæti með 37 stig.

 

Á Selhurst Park tók Crystal Palace á móti West Ham sem gerði jafntefli gegn Liverpool í síðasta deildarleik. Það var Mark Noble sem kom West Ham yfir í fyrri hálfleiknum frá vítapunktinum. Það var síðan Wilfried Zaha sem jafnaði metin fyrir Crystal Palace í seinni hálfleiknum og þar við sat.

 

Það var mikil dramatík á St. Marys þar sem Aron Einar og félagar komu í heimsókn. Sol Bamba kom gestunum yfir á 62. mínútu og allt stefndi í sigur Cardiff. Í uppbótartíma tók dramatíkin þó heldur betur við því fyrst jafnaði Jack Stephens fyrir Southampton áður en Kenneth Zohore kom Cardiff aftur yfir og tryggði þeim sigurinn. Cardiff komið úr fallsæti eftir leikinn.

 

Úrslit dagsins:

 

Crystal Palace 1-1 West Ham

Huddersfield 1-2 Arsenal

Liverpool 3-0 Bournemouth

Southampton 1-2 Cardiff City

Watford 1-0 Everton

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira