Real í annað sætið eftir sigur í borgarslagnum

Dagur Lárusson skrifar
Sergio Ramos skoraði í dag.
Sergio Ramos skoraði í dag. vísir/getty

Real Madrid komst upp í annað sæti deildarinnar eftir 3-1 sigur á grönnum sínum í Atletico Madrid í dag.
 
Það voru þeir hvítklæddu sem byrjuðu leikinn betur en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 16. mínútu en það var Casemiro sem skoraði markið.
 
Heimamenn voru þó ekki lengi að jafna metin en það gerði Antoine Griezmann á 25. mínútu. Allt stefndi í að liðin færu jöfn í hálfleikinn en þá fengu liðsmenn Real vítaspyrnu og á punktinn steig Sergio Ramos sem skoraði og staðan því 1-2 í hálfleik.
 
Heimamenn reyndu allt hvað þeir gátu að jafna metin í seinni hálfleiknum og sóttu stíft sem skyldi eftir pláss í vörninni. Real Madrid náðu að notfæra sér það þegar leið á og skoraði Gareth Bale þriðja mark Real á 74. mínútu og gerði því útum leikinn. Thomas, varnarmaður Atletcio fékk síðan að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 80. mínútu.
 
Eftir leikinn er Real Madrid í öðru sæti með 45 stig en Atletico er með 44 stig sæti neðar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.