Barcelona tapaði stigum annan leikinn í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty

Barcelona gerði annað jafnteflið í röð í spænsku La Liga deildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið sótti Athletic Bilbao heim.

Lionel Messi var kominn aftur í byrjunarlið Barcelona eftir að hafa byrjað á bekknum gegn Real Madrid í bikarnum í vikunni vegna meiðsla.

Messi gat þó ekki bjargað Barcelona frá því að gera markalaust jafntefli.

Börsungar áttu tvö skot á markrammann á móti fimm frá Bilbao sem voru hvað betra liðið í fyrri hálfleik þrátt fyrir að Barcelona væri mun meira betra liðið í leiknum.

Barcelona er með sex stiga forskot á Real Madrid á toppi deildarinnar eftir 23 umferðir.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.