SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 17:46 Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Hópur þeirra sést hér ásamt Halldóri Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ. Samtök atvinnulífsins (SA) fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu. Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu sem SA birtu á vefsíðu sinni nú síðdegis eru aðildarfyrirtæki samtakanna hvött til að skipta aðeins við starfsmannaleigur sem þau bera fullt traust til. Óverjandi sé að fyrirtæki skipti við starfsmannaleigur „sem ítrekað hafa orðið uppvísar að brotum á starfsmönnum,“ eins og segir í yfirlýsingu SA. Þar segir jafnframt að þau mál sem komið hafi upp undanfarin misseri, og varði starfsmannaleigur sem ekki eigi aðild að SA séu til fallin að skapa tortryggni gagnvart öllum starfsmannaleigum, einnig þeim sem leggi sig fram um að fylgja að öllu leyti reglum laga og kjarasamninga: „Samtök atvinnulífsins hafa í nánu samstarfi við starfsmannaleigur sem aðild eiga að SA unnið að því að skapa trausta umgjörð um starfsemi starfsmannaleiga. Innleidd var samábyrgð verktaka á launum starfsmanna starfsmannaleiga og undirritað samkomulag milli SA og ASÍ í apríl 2018 sem ætlað er að auka traust til starfsemi starfsmannaleiga og tryggja réttindi starfsmanna þeirra. Þau mál sem komið hafa upp undanfarin misseri, og varða starfsmannaleigur sem ekki eiga aðild að SA, eru til þess fallin að skapa tortryggni gagnvart öllum starfsmannaleigum, einnig þeim sem leggja sig fram um að fylgja að öllu leyti reglum laga og kjarasamninga. Því er mikilvægt að innleiða sem fyrst þá vottun sem gert er ráð fyrir í samkomulagi SA og ASÍ um starfsmannaleigur og mun auðvelda fyrirtækjum að beina viðskiptum sínum til traustra starfsmannaleiga.“ Kjaramál Tengdar fréttir Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu. Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu sem SA birtu á vefsíðu sinni nú síðdegis eru aðildarfyrirtæki samtakanna hvött til að skipta aðeins við starfsmannaleigur sem þau bera fullt traust til. Óverjandi sé að fyrirtæki skipti við starfsmannaleigur „sem ítrekað hafa orðið uppvísar að brotum á starfsmönnum,“ eins og segir í yfirlýsingu SA. Þar segir jafnframt að þau mál sem komið hafi upp undanfarin misseri, og varði starfsmannaleigur sem ekki eigi aðild að SA séu til fallin að skapa tortryggni gagnvart öllum starfsmannaleigum, einnig þeim sem leggi sig fram um að fylgja að öllu leyti reglum laga og kjarasamninga: „Samtök atvinnulífsins hafa í nánu samstarfi við starfsmannaleigur sem aðild eiga að SA unnið að því að skapa trausta umgjörð um starfsemi starfsmannaleiga. Innleidd var samábyrgð verktaka á launum starfsmanna starfsmannaleiga og undirritað samkomulag milli SA og ASÍ í apríl 2018 sem ætlað er að auka traust til starfsemi starfsmannaleiga og tryggja réttindi starfsmanna þeirra. Þau mál sem komið hafa upp undanfarin misseri, og varða starfsmannaleigur sem ekki eiga aðild að SA, eru til þess fallin að skapa tortryggni gagnvart öllum starfsmannaleigum, einnig þeim sem leggja sig fram um að fylgja að öllu leyti reglum laga og kjarasamninga. Því er mikilvægt að innleiða sem fyrst þá vottun sem gert er ráð fyrir í samkomulagi SA og ASÍ um starfsmannaleigur og mun auðvelda fyrirtækjum að beina viðskiptum sínum til traustra starfsmannaleiga.“
Kjaramál Tengdar fréttir Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00