Innlent

SA for­dæma meint lög­brot starfs­manna­leigunnar Menn í vinnu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Hópur þeirra sést hér ásamt Halldóri Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ.
Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Hópur þeirra sést hér ásamt Halldóri Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ.

Samtök atvinnulífsins (SA) fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu. Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu.

Í yfirlýsingu sem SA birtu á vefsíðu sinni nú síðdegis eru aðildarfyrirtæki samtakanna hvött til að skipta aðeins við starfsmannaleigur sem þau bera fullt traust til. Óverjandi sé að fyrirtæki skipti við starfsmannaleigur „sem ítrekað hafa orðið uppvísar að brotum á starfsmönnum,“ eins og segir í yfirlýsingu SA.

Þar segir jafnframt að þau mál sem komið hafi upp undanfarin misseri, og varði starfsmannaleigur sem ekki eigi aðild að SA séu til fallin að skapa tortryggni gagnvart öllum starfsmannaleigum, einnig þeim sem leggi sig fram um að fylgja að öllu leyti reglum laga og kjarasamninga:

„Samtök atvinnulífsins hafa í nánu samstarfi við starfsmannaleigur sem aðild eiga að SA unnið að því að skapa trausta umgjörð um starfsemi starfsmannaleiga. Innleidd var samábyrgð verktaka á launum starfsmanna starfsmannaleiga og undirritað samkomulag milli SA og ASÍ í apríl 2018 sem ætlað er að auka traust til starfsemi starfsmannaleiga og tryggja réttindi starfsmanna þeirra.

Þau mál sem komið hafa upp undanfarin misseri, og varða starfsmannaleigur sem ekki eiga aðild að SA, eru til þess fallin að skapa tortryggni gagnvart öllum starfsmannaleigum, einnig þeim sem leggja sig fram um að fylgja að öllu leyti reglum laga og kjarasamninga. Því er mikilvægt að innleiða sem fyrst þá vottun sem gert er ráð fyrir í samkomulagi SA og ASÍ um starfsmannaleigur og mun auðvelda fyrirtækjum að beina viðskiptum sínum til traustra starfsmannaleiga.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.