Erlent

Breskur rappari lést í bílslysi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Cadet var nokkuð vinsæll í Bretlandi.
Cadet var nokkuð vinsæll í Bretlandi. C Brandon/Getty

Breski rapparinn Cadet lést í bílslysi í Stoke-on-Trent í morgun. Hann var á leiðinni í Keele-háskólann þar sem ráðgert var að hann myndi koma fram á tónleikum.

Cadet, sem var 28 ára og hét raunverulega Blaine Cameron Johnson, var sá eini sem lést í slysinu sem var tveggja bifreiða árekstur. Bílstjórar beggja bifreiða eru alvarlega slasaðir.

Cadet var nokkuð vinsæll í hip-hop senunni í Bretlandi og var af mörgum talinn afar efnilegur tónlistarmaður. Milljónir hafa horft á tónlistarmyndbönd hans á YouTube. Þá stóð til að rapparinn kæmi fram á hinni gríðarstóru Wireless tónlistarhátíð í sumar.

Fjölskylda rapparans hefur birt færslu á Instagram þar þakkað var fyrir allan stuðning aðdáenda rapparans í kjölfar andláts hans. Hét fjölskyldan því að „deila með ykkur [aðdáendum] öllum upplýsingum eins fljótt og auðið er.“

Hér að neðan má sjá eitt vinsælasta lag rapparans, Advice (Dele Alli).
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.