Fótbolti

Svava með þrjú mörk og Þórdís eitt í stórsigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svava byrjar vel í Svíþjóð.
Svava byrjar vel í Svíþjóð. mynd/fréttablaðið

Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði þrjú mörk og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er Kristianstads rústaði Kalmar, 7-1, í sænsku bikarkeppninni.

Sænska bikarkeppnin er ólík mörgum öðrum. Nú er keppnin komin á það stig að leikið er í fjórum riðlum með fjögur lið í hverjum riðli. Efsta liðið í hverjum riðli fer svo í undanúrslitin.

Leikur Kristianstads í dag var fyrsti leikur þeirra í riðlinum og þær gáfu tóninn. Þær voru komnir í 5-0 eftir 38 mínútur en Svava Rós skoraði þriðja og fjórða mark þeirra.

Kalmar klóraði í bakkann í upphafi síðari hálfleiks en Þórdís Hrönn kom Kristianstads í 6-1 áður en Svava Rós fullkomnaði þrennuna eftir rúman klukkutíma. Lokatölur 7-1.

Sif Atladóttir, Þórdís Hrönn og Svava Rós spiluðu allan leikinn fyrir Kristianstads en þjálfari liðsins er Elísabet Gunnarsdóttir. Þær eru því komnar með þrjú stig í riðlinum.

Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir spiluðu báðar allan leikinn fyrir Djurgården sem vann 2-1 sigur á Uppsala í sömu keppni. Sigurmarkið kom á annarri mínútu í uppbótartíma og Djurgården komið með þrjú stig.

Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård sem er einnig með þrjú stig eftir 3-0 sigur á Limhamn Bunkeflo í dag. Mörkin þrjú komu öll í síðari hálfleik.

Linköpings, með Önnu Rakel Pétursdóttur innan borðs, vann öruggan 4-1 sigur á Jitex Mölndal á útivelli í bikarnum og er því einnig komið með þrjú stig. Gott gengi Íslendingaliðanna í dag.

Kristrún Antonsdóttir kom inn sem varamaður er Roma vann öruggan 3-1 sigur á Florentina í ítölsku úrvalsdeildinni. Roma er eftir sigurinn áfram í fjórða sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.