Segir opinbert eftirlit afar takmarkað á íslenskum vinnumarkaði Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 20:00 Lögreglan vísaði frá kæru Vinnumálastofnunar á hendur starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar, enda ekki talið að um hegningarlagabrot væri að ræða heldur almennt launamál. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir opinbert eftirlit afar takmarkað á vinnumarkaði á Íslandi. Hann bindur vonir við að tíu tillögur starfshóps á hans vegum muni gjörbreyta stöðunni.Fréttastofa hefur fjallað um mál rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, grunur er um að þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Mál þeirra hefur legið fyrir í nokkurn tíma en Vinnumálastofnun hefur verið með starfsmannaleiguna til rannsóknar síðan í haust og sendi formlega kæru til lögreglunnar í desember sem síðan var vísað frá í janúar. Í samtali við fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, heimildir þeirra til aðgerða takmarkaðar en Vinnumálastofnun hefur einnig setið undir gagnrýni fyrir að sinna vinnustaðaeftirliti takmarkað.Opinbert eftirlit afar takmarkað Vinnumálastofnun tilheyrir ráðuneyti Ásmundar og aðspurður hvort ekki þurf að endurskoða starfsemina þar segir hann stofnunina fara með mjög afmarkað eftirlitshlutverk á Íslenskum vinnumarkaði sem snýr eingöngu að starfsmannaleigu. „Við erum að horfa, því miður, upp á alltof mikið af fréttum um það að verið sé að brjóta á launafólki. Verkalýðshreyfingin fer með eftirlit með því sem Vinnumálastofnun gerir ekki. Þannig að ástæðan fyrir því að Vinnumálastofnun fer í færri vettvangferðir og annað slíkt er vegna þess að hún er með minna eftirlit. Það er ekki opinbert eftirlit almennt á vinnumarkaði á Íslandi,“ segir hann. Tillögurnar starfshópsins eru meðal annars að setja löggjöf til að stöðva kennitöluflakk, styrkja löggjöf um vinnumansal, setja á keðjuábyrgð inn í opinber innkaup og stöðva brotastarfsemi sem tengist sjálfboðaliðastarfsemi og starfsnámi. Einnig á að herða vinnustaðaeftirlit. „Nú er það samtal í gangi milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, í tengslum við gerð kjarasamninga, um það með hvaða hætti við innleiðum þessar tillögur. Það eru allir sammála um að það þurfi að setja tímaramma hvenær við ætlum að innleiða þær. Það eru líka allir sammála að þetta muni gjörbreyta stöðunni á Íslenskum vinnumarkaði sé þeim fylgt á eftir,“ segir hann. Kjaramál Lögreglumál Vinnumarkaður Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira
Lögreglan vísaði frá kæru Vinnumálastofnunar á hendur starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar, enda ekki talið að um hegningarlagabrot væri að ræða heldur almennt launamál. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir opinbert eftirlit afar takmarkað á vinnumarkaði á Íslandi. Hann bindur vonir við að tíu tillögur starfshóps á hans vegum muni gjörbreyta stöðunni.Fréttastofa hefur fjallað um mál rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, grunur er um að þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Mál þeirra hefur legið fyrir í nokkurn tíma en Vinnumálastofnun hefur verið með starfsmannaleiguna til rannsóknar síðan í haust og sendi formlega kæru til lögreglunnar í desember sem síðan var vísað frá í janúar. Í samtali við fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, heimildir þeirra til aðgerða takmarkaðar en Vinnumálastofnun hefur einnig setið undir gagnrýni fyrir að sinna vinnustaðaeftirliti takmarkað.Opinbert eftirlit afar takmarkað Vinnumálastofnun tilheyrir ráðuneyti Ásmundar og aðspurður hvort ekki þurf að endurskoða starfsemina þar segir hann stofnunina fara með mjög afmarkað eftirlitshlutverk á Íslenskum vinnumarkaði sem snýr eingöngu að starfsmannaleigu. „Við erum að horfa, því miður, upp á alltof mikið af fréttum um það að verið sé að brjóta á launafólki. Verkalýðshreyfingin fer með eftirlit með því sem Vinnumálastofnun gerir ekki. Þannig að ástæðan fyrir því að Vinnumálastofnun fer í færri vettvangferðir og annað slíkt er vegna þess að hún er með minna eftirlit. Það er ekki opinbert eftirlit almennt á vinnumarkaði á Íslandi,“ segir hann. Tillögurnar starfshópsins eru meðal annars að setja löggjöf til að stöðva kennitöluflakk, styrkja löggjöf um vinnumansal, setja á keðjuábyrgð inn í opinber innkaup og stöðva brotastarfsemi sem tengist sjálfboðaliðastarfsemi og starfsnámi. Einnig á að herða vinnustaðaeftirlit. „Nú er það samtal í gangi milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, í tengslum við gerð kjarasamninga, um það með hvaða hætti við innleiðum þessar tillögur. Það eru allir sammála um að það þurfi að setja tímaramma hvenær við ætlum að innleiða þær. Það eru líka allir sammála að þetta muni gjörbreyta stöðunni á Íslenskum vinnumarkaði sé þeim fylgt á eftir,“ segir hann.
Kjaramál Lögreglumál Vinnumarkaður Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira