Fótbolti

Cavani tryggði PSG sigur

Dagur Lárusson skrifar
Cavani fagnar.
Cavani fagnar. vísir/getty

PSG vann Bordeaux í síðasta leik sínum í frönsku deildinni áður en liðið heldur til Englands til þess að mæta Manchester United í Meistaradeildinni.
 
PSG var auðvitað án Neymar í dag sem er fótbrotinn og verður frá í margar vikur og ungstirnið Kylian Mbappe byrjaði á bekknum. Það voru því þeir Edison Cavani og Eric Choupo Moting sem áttu að sjá um markaskorun liðsins.
 
Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfeiknum en það var ekki fyrr en á 42. mínútu þar sem eitthvað eitthvað marktækt gerðist en þá fékk PSG vítaspyrnu. Á punktinn steig Cavani sem kom PSG yfir.
 
Fleiri mörk voru ekki skoruð og munu liðsmenn PSg nú halda til Englands þar sem bíður þeirra verðugt verkefni gegn Ole Gunnar og lærisveinum hans.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.