Fótbolti

Martinez tryggði Inter sigur

Lautaro Martinez.
Lautaro Martinez. vísir/getty

Lautaro Martinez tryggði Inter Milan sigur á Parma í kvöld en eftir sigurinn er Inter með 43 stig í þriðja sæti deildarinnar.
 
Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum en hvorugu liðinu tókst að skora og því markalaust í hálfleiknum. 
 
Það var síðan Lautaro Martinez sem skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu og tryggði Inter Milan stigin þrjú en það var Radja Nainggolan sem átti stoðsendinguna.
 
Fyrr í kvöld áttust Fiorentina og Napoli við en þeim leik lauk með markalausu jafntefli. 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.