Meiri harka í gríska boltanum Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. janúar 2019 08:30 Ögmundur í síðasta leik sínum fyrir íslenska landsliðið gegn Katar í árslok 2017 en hann var kallaður inn í landsliðið á ný í haust eftir að hafa misst af Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar sem leið. Fréttablaðið/Afp Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson varð síðasta sumar áttundi íslenski leikmaðurinn sem samdi við grískt félag þegar hann skrifaði undir hjá Larissa til tveggja ára og hefur hann komið sér vel fyrir í Grikklandi þar sem hann byrjar alla leiki. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu hefur Larissa aðeins tapað tveimur af síðustu tíu leikjum og er komið um miðja deild þegar tímabilið er hálfnað. Fram undan er leikur gegn stórveldinu Olympiakos síðar í dag eftir að Larissa tókst að næla í stig gegn Panathinaikos á dögunum þrátt fyrir að leika manni færri frá þriðju mínútu leiksins. „Við erum búnir að vera í Aþenu síðustu daga og það er komin spenna fyrir leiknum gegn Olympiakos. Maður er spenntur fyrir því að spila þessa stærstu leiki. Við náðum í gott stig gegn Panathinaikos þrátt fyrir að vera manni færri frá upphafsmínútunum,“ sagði Ögmundur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Larissa er kunnugt íslenskum knattspyrnuaðdáendum eftir að hafa mætt KR í undankeppni Evrópudeildarinnar árið 2010. „Það eru nokkur sögufræg félög í Grikklandi, PAOK, Panathinaikos, Olympiakos og AEK Aþena sem eru stærstu félögin. Þau eru með mestu peningana og bestu leikmannahópana og hafa sýnt það í Evrópu að þetta eru frábær lið. Larissa hefur unnið titla en er í hópnum á eftir þessum stórliðum. Fólkið hér man vel eftir leikjunum gegn KR hérna um árið.“ Grískir stuðningsmenn eru þekktir fyrir að vera blóðheitir. „Það er mjög skemmtilegt, það er mikill hiti í mönnum og það eru oft mikil læti á leikjum og í kringum leikina. Það hefur komið fyrir að lögreglan þurfi að nota táragas til að ná stjórn á stuðningsmönnum en það er frábært að spila í svona stemmingu,“ sagði Ögmundur sem þekkir það vel að spila í leikjum þar sem stuðningsmenn láta vel í sér heyra. Hann lék um árabil með Hammarby þar sem nágrannaslagurinn gegn AIK er ekkert grín. „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir svona stemmingu. Það er algjörlega einstakt að spila svona leiki eins og borgarslaginn um Stokkhólm. Það er erfitt að finna betri stemmingu en í þessum leikjum.“ Eftir stutt stopp í Hollandi samdi Ögmundur við Larissa í sumar. Hann segir meiri hörku einkenna gríska knattspyrnu. „Þetta er öðruvísi knattspyrna, hollenski boltinn er teknískari og lögð áhersla á að spila út. Meiri áhersla á tæknina í stað baráttunnar. Í Grikklandi er meiri hiti í leikjunum, tekist meira á og meiri harka,“ sagði Ögmundur sem hafði úr nokkrum tilboðum að velja. „Ein af lykilástæðum þess að ég kem hingað er að þjálfarateymið lagði mikla áherslu á að fá mig þegar ég var að skoða möguleikana í sumar. Ég var með nokkur tilboð á borðinu en eftir viðræður við Larissa var ég ákveðinn. Þeir töluðu um að ég myndi spila alla leiki sem var mjög jákvætt. Ég var held ég búinn að fá eina æfingu þegar ég byrjaði fyrsta leikinn,“ sagði hann léttur og hélt áfram: „Það þrífast allir leikmenn á því að finna fyrir trausti, ekki bara markmenn heldur leikmenn í öllum stöðum. Manni líður vel og fær sjálfstraust ef maður finnur fyrir trausti þjálfarateymisins og þá spilar maður betur.“ Ögmundur á að baki fimmtán leiki með A-landsliðinu og var í leikmannahópnum í síðustu tveimur landsleikjahléum. „Stefnan er að vera í íslenska landsliðinu áfram. Þjálfarateymið leggst vel í mig, við áttum gott spjall í síðustu landsliðsverkefnum. Nú er það undir manni komið að spila vel með félagsliðinu og þá koma tækifæri með landsliðinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson varð síðasta sumar áttundi íslenski leikmaðurinn sem samdi við grískt félag þegar hann skrifaði undir hjá Larissa til tveggja ára og hefur hann komið sér vel fyrir í Grikklandi þar sem hann byrjar alla leiki. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu hefur Larissa aðeins tapað tveimur af síðustu tíu leikjum og er komið um miðja deild þegar tímabilið er hálfnað. Fram undan er leikur gegn stórveldinu Olympiakos síðar í dag eftir að Larissa tókst að næla í stig gegn Panathinaikos á dögunum þrátt fyrir að leika manni færri frá þriðju mínútu leiksins. „Við erum búnir að vera í Aþenu síðustu daga og það er komin spenna fyrir leiknum gegn Olympiakos. Maður er spenntur fyrir því að spila þessa stærstu leiki. Við náðum í gott stig gegn Panathinaikos þrátt fyrir að vera manni færri frá upphafsmínútunum,“ sagði Ögmundur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Larissa er kunnugt íslenskum knattspyrnuaðdáendum eftir að hafa mætt KR í undankeppni Evrópudeildarinnar árið 2010. „Það eru nokkur sögufræg félög í Grikklandi, PAOK, Panathinaikos, Olympiakos og AEK Aþena sem eru stærstu félögin. Þau eru með mestu peningana og bestu leikmannahópana og hafa sýnt það í Evrópu að þetta eru frábær lið. Larissa hefur unnið titla en er í hópnum á eftir þessum stórliðum. Fólkið hér man vel eftir leikjunum gegn KR hérna um árið.“ Grískir stuðningsmenn eru þekktir fyrir að vera blóðheitir. „Það er mjög skemmtilegt, það er mikill hiti í mönnum og það eru oft mikil læti á leikjum og í kringum leikina. Það hefur komið fyrir að lögreglan þurfi að nota táragas til að ná stjórn á stuðningsmönnum en það er frábært að spila í svona stemmingu,“ sagði Ögmundur sem þekkir það vel að spila í leikjum þar sem stuðningsmenn láta vel í sér heyra. Hann lék um árabil með Hammarby þar sem nágrannaslagurinn gegn AIK er ekkert grín. „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir svona stemmingu. Það er algjörlega einstakt að spila svona leiki eins og borgarslaginn um Stokkhólm. Það er erfitt að finna betri stemmingu en í þessum leikjum.“ Eftir stutt stopp í Hollandi samdi Ögmundur við Larissa í sumar. Hann segir meiri hörku einkenna gríska knattspyrnu. „Þetta er öðruvísi knattspyrna, hollenski boltinn er teknískari og lögð áhersla á að spila út. Meiri áhersla á tæknina í stað baráttunnar. Í Grikklandi er meiri hiti í leikjunum, tekist meira á og meiri harka,“ sagði Ögmundur sem hafði úr nokkrum tilboðum að velja. „Ein af lykilástæðum þess að ég kem hingað er að þjálfarateymið lagði mikla áherslu á að fá mig þegar ég var að skoða möguleikana í sumar. Ég var með nokkur tilboð á borðinu en eftir viðræður við Larissa var ég ákveðinn. Þeir töluðu um að ég myndi spila alla leiki sem var mjög jákvætt. Ég var held ég búinn að fá eina æfingu þegar ég byrjaði fyrsta leikinn,“ sagði hann léttur og hélt áfram: „Það þrífast allir leikmenn á því að finna fyrir trausti, ekki bara markmenn heldur leikmenn í öllum stöðum. Manni líður vel og fær sjálfstraust ef maður finnur fyrir trausti þjálfarateymisins og þá spilar maður betur.“ Ögmundur á að baki fimmtán leiki með A-landsliðinu og var í leikmannahópnum í síðustu tveimur landsleikjahléum. „Stefnan er að vera í íslenska landsliðinu áfram. Þjálfarateymið leggst vel í mig, við áttum gott spjall í síðustu landsliðsverkefnum. Nú er það undir manni komið að spila vel með félagsliðinu og þá koma tækifæri með landsliðinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira