Innlent

Maður lést við störf í Vaðla­heiðar­göngum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vaðlaheiðargöng voru opnuð í lok árs 2018.
Vaðlaheiðargöng voru opnuð í lok árs 2018. Vísir/Tryggvi.
Karlmaður á sjötugsaldri lést í Vaðlaheiðargöngum í gær. Maðurinn sem er málari var að vinna í tæknirými í göngunum þegar hann féll frá. Hann fannst á fjórða tímanum í gær.

Bergur Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Mbl.is að ekkert bendi til þess að maðurinn hafi orðið fyrir eitrun eða öðru vinnutengdu sem leiddi til andlátsins.

Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti en bíða þarf krufningar til að staðfesta dánarorsök.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×