Lífið

Febrúarspá Siggu Kling komin á Vísi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir febrúar má sjá hér fyrir neðan.

Sigga leggur leggja áherslu á að fólk geri það besta úr því sem það les, nýta sér orkuna, klappa sér á bakið og elska lífið. Spárnar einkennast af gleði, krafti, orku og jákvæðni en það eru skilaboðin sem hún vill senda til samfélagsins.

Sigga Kling hefur vanalega verið í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi klukkan 14:00 á föstudögum en vegna flutninga á sjónvarpssviði Sýnar fellur útsendingin niður í dag. 

Sigga býður upp á þjónustunámskeið fyrir fyrirtæki af öllum toga: Hópefli – hressingarfyrirlestur sem getur verið hentugur í hádegishlé eða í byrjun vinnudags. Einnig tekur hún að sér hópa sem vilja eiga jákvæða og gleðilega kvöldstund. Þeir sem hafa áhuga gefa haft samband við Siggu með því að senda tölvupóst á siggakling@gmail.com 

 


Tengdar fréttir

Febrúarspá Siggu Kling – Meyjan: Hvernig væri að deila ábyrgðinni

Elsku Meyjan mín, ég fór persónulega að skoða svo marga sem ég þekki í Meyjunni og það er svo margt að verða betra, en þér er svo oft illt í þínu stóra hjarta sem rúmar svo marga og margt en getur valdið þér sárri angist, svo núna skaltu bara taka eitt skref í einu og með hverju skrefi líður þér betur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×