Febrúarspá Siggu Kling – Steingeitin: Hefur betri tök á ástinni Sigga Kling skrifar 1. febrúar 2019 09:00 Elsku Steingeitin mín, þú ert þrautseigari en andskotinn og ef eitthvað stoppar þig þá er það bara einhver smástund og þó þú lítir út fyrir að vera þolinmóð manneskja þá er biðlund alls ekki þér í blóð borin. Þótt þú munir bogna elskan mín, þá skaltu aldrei brotna. Desember, janúar og febrúar færa þér erfiða krossgátu en ef þú skoðar aðeins betur þá ertu með lausnarorðið, þá sérðu hvaða orð vantar í krossgátuna. Það er eitthvað einfalt og lítið og eins og smellpassar við þá hurð sem þér finnst vera stíf og streitast á móti því að vera opnuð. Hver mánuður gefur þér frjálsari hendur og lætur þér líða betur vegna þess að þér finnst þú hafir tekið hárréttar ákvarðanir. Fólkið í kringum þig og í þinni návist hefur ekki eins mikil áhrif á þig svo vellíðan streymir og þú færð einhvern veginn þannig kraft að það er eins og þú sért með óskaprik og getir sagt „hókus pókus“. Þú munt finna að þú hefur betri tök á ástinni, en ef þú ert á lausu og ekki búin að kynnast neinum sem fær hjarta þitt til að slá hraðar, þá skaltu vera alveg róleg og vanda svo sannarlega valið á þeirri manneskju sem þú vilt gefa ást þína. Þú átt eftir að upplifa það næsta mánuð og sjá að þú getur eitthvað svo miklu meira en þú hefur verið að bramboltast við, þú einfaldar lífið og gerir það svo sannarlega meðvitað. Samt er eins og þú látir margar áskoranir á sjálfa þig, eins og til dæmis; „Núna fer ég að stunda sjósund eða heimsæki Láru frænku á hverjum degi“ og þú munt elska þessar nýju áskoranir hvort sem þær eru stórar eða bara pínulitlar. Það er svo mikil ástríða í þér og þú elskar svo mikið þó að Satúrnus sé svolítið að stríða ykkur Steingeitunum með því að láta ykkur gera allt svo ábyrgðarfullt. Og að mörgu leyti finnst ykkur þið þurfið að vinna meira en önnur merki og gera betur alla daga, enda eru rosalega margir stríðsmenn fæddir í Steingeitinni. En nú er eins og það sé ekkert stríð, heldur friður ást og umhyggja og lífið knúsar ykkur. Óvenjulegur karakter þinn og geislandi töfrar greiða götu þína, knús og kossar, KlingFrægar Steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir og Davíð Oddsson, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Lovísa Tómas, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni, Óttar Proppé, Ingveldur Ægissdóttir módir og kvunndagshetja, Hendrika Waage hönnuður, Laddi, Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Elsku Steingeitin mín, þú ert þrautseigari en andskotinn og ef eitthvað stoppar þig þá er það bara einhver smástund og þó þú lítir út fyrir að vera þolinmóð manneskja þá er biðlund alls ekki þér í blóð borin. Þótt þú munir bogna elskan mín, þá skaltu aldrei brotna. Desember, janúar og febrúar færa þér erfiða krossgátu en ef þú skoðar aðeins betur þá ertu með lausnarorðið, þá sérðu hvaða orð vantar í krossgátuna. Það er eitthvað einfalt og lítið og eins og smellpassar við þá hurð sem þér finnst vera stíf og streitast á móti því að vera opnuð. Hver mánuður gefur þér frjálsari hendur og lætur þér líða betur vegna þess að þér finnst þú hafir tekið hárréttar ákvarðanir. Fólkið í kringum þig og í þinni návist hefur ekki eins mikil áhrif á þig svo vellíðan streymir og þú færð einhvern veginn þannig kraft að það er eins og þú sért með óskaprik og getir sagt „hókus pókus“. Þú munt finna að þú hefur betri tök á ástinni, en ef þú ert á lausu og ekki búin að kynnast neinum sem fær hjarta þitt til að slá hraðar, þá skaltu vera alveg róleg og vanda svo sannarlega valið á þeirri manneskju sem þú vilt gefa ást þína. Þú átt eftir að upplifa það næsta mánuð og sjá að þú getur eitthvað svo miklu meira en þú hefur verið að bramboltast við, þú einfaldar lífið og gerir það svo sannarlega meðvitað. Samt er eins og þú látir margar áskoranir á sjálfa þig, eins og til dæmis; „Núna fer ég að stunda sjósund eða heimsæki Láru frænku á hverjum degi“ og þú munt elska þessar nýju áskoranir hvort sem þær eru stórar eða bara pínulitlar. Það er svo mikil ástríða í þér og þú elskar svo mikið þó að Satúrnus sé svolítið að stríða ykkur Steingeitunum með því að láta ykkur gera allt svo ábyrgðarfullt. Og að mörgu leyti finnst ykkur þið þurfið að vinna meira en önnur merki og gera betur alla daga, enda eru rosalega margir stríðsmenn fæddir í Steingeitinni. En nú er eins og það sé ekkert stríð, heldur friður ást og umhyggja og lífið knúsar ykkur. Óvenjulegur karakter þinn og geislandi töfrar greiða götu þína, knús og kossar, KlingFrægar Steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir og Davíð Oddsson, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Lovísa Tómas, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni, Óttar Proppé, Ingveldur Ægissdóttir módir og kvunndagshetja, Hendrika Waage hönnuður, Laddi, Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira