Innlent

Óska eftir frekari upplýsingum um andlát manns í Vaðlaheiðargöngum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn fannst látinn í Vaðlaheiðargöngum á fjórða tímanum í gær.
Maðurinn fannst látinn í Vaðlaheiðargöngum á fjórða tímanum í gær. Vísir/Tryggvi
Vinnueftirlitið hefur kallað eftir nánari upplýsingum frá lögreglu um andlát manns á sjötugsaldri í Vaðlaheiðargöngum. Maðurinn lést við vinnu sína í göngunum í gær. RÚV greinir frá.

Svava Jónsdóttir sviðsstjóri hjá Vinnueftirlitinu segir í samtali við RÚV að Vinnueftirlitið hafi ekki verið látið vita af andláti mannsins í gær. Viðbragðsaðilar hafi metið sem svo að þess hafi ekki verið þörf.

Vinnueftirlitið hafi samt sem áður óskað eftir nánari upplýsingum frá lögreglu um málið. Í kjölfarið meti stofnunin hvort tilefni sé til að rannsaka andlát mannsins.

Maðurinn er málari og var að vinna í tæknirými í göngunum þegar hann féll frá. Hann fannst á fjórða tímanum í gær. Ekki er talið að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti og þá bendir ekkert til þess að hann hafi orðið fyrir eitrun við vinnu sína.


Tengdar fréttir

Maður lést við störf í Vaðla­heiðar­göngum

Karlmaður á sjötugsaldri lést í Vaðlaheiðargöngum í gær. Maðurinn sem er málari var að vinna í tæknirými í göngunum þegar hann féll frá. Hann fannst á fjórða tímanum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×