Jón Þór: Mikilvægt að byrja landsliðsárið á sigri Anton Ingi Leifsson skrifar 21. janúar 2019 17:42 Jón Þór ásamt aðstoðarþjálfara sínum Ian Jeffs. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson stýrði kvennalandsliði Íslands í fótbolta til sigurs í sínum fyrsta leik er liðið vann 2-0 sigrum á Skotum í æfingaleik á La Manga á Spáni fyrr í dag. Skotland mun spila á HM í Frakklandi næsta sumar og þar er á ferðinni því afar sterkt lið sem átti þó fá svör við öflugum íslenskum leik. Skagamaðurinn var glaður í leikslok. „Það er frábært að enda fyrsta leikinn með sigri Það er mikilvægt að byrja landsliðsárið á sigri og það er ekki bara það heldur er ég ánægður með leikinn í heild sinni,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en Ísland var komið í 2-0 fljótlega í síðari hálfleik með tveimur mörkum frá Valsaranum Elínu Mettu Jensen. „Varnarleikurinn var öflugur en það var óöryggi á boltanum í fyrri hálfleik. Það var stress og við náðum að róa okkur aðeins í hálfleiknum.“ „Í síðari hálfleik náðum við aðeins að stoppa boltann og líta í kringum okkur. Boltinn gekk betur í síðari hálfleik og við náðum frábærum sóknum. Sóknarleikurinn var öflugur í síðari hálfleik.“ Elín Metta hefur iðulega spilað sem framherji eða kantmaður með landsliðinu en í leiknum gegn Skotum í dag spilaði hún sem fremsti miðjumaður bakvið Berglindu Þorvaldsdóttur sem var framherji. „Elín Metta átti frábæran leik og kláraði bæði mörkin mjög vel. Hún er öflugt vopn í þessari stöðu. Hún er áræðin á bakvið varnirnar og það voru svæðin sem við vorum að leita í gegn Skotunum. Það gekk mjög vel í seinni hálfleik.“ „Hún og Berglind spiluðu mjög vel saman í seinni hálfleik. Það er ánægjulegt. Þær voru báðar hættulegar og náðu mjög vel saman. Berglind gerði frábærlega í báðum mörkunum.“ Ísland hefur verið við æfingar á La Manga undanfarna viku og segir Jón Þór að þessi ferð sé afar kærkomin fyrir þá leiki sem framundan eru. „Virkilega flott ferð. Það var kærkomið að fá þetta verkefni við þessar aðstæður. Hópurin hefur staðið sig virkilega vel. Það hefur verið frábær stemning í hópnum og það sýnir sig svo sannarlega í leiknum í dag.“ „Það eru leikmenn sem eru svekktir að koma ekki inn á og sumir sem koma ekki inná en sýna samt frábæran liðsanda og karakter að styðja við bakið á liðinu. Þær hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Jón Þór að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. 21. janúar 2019 16:56 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Sjá meira
Jón Þór Hauksson stýrði kvennalandsliði Íslands í fótbolta til sigurs í sínum fyrsta leik er liðið vann 2-0 sigrum á Skotum í æfingaleik á La Manga á Spáni fyrr í dag. Skotland mun spila á HM í Frakklandi næsta sumar og þar er á ferðinni því afar sterkt lið sem átti þó fá svör við öflugum íslenskum leik. Skagamaðurinn var glaður í leikslok. „Það er frábært að enda fyrsta leikinn með sigri Það er mikilvægt að byrja landsliðsárið á sigri og það er ekki bara það heldur er ég ánægður með leikinn í heild sinni,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en Ísland var komið í 2-0 fljótlega í síðari hálfleik með tveimur mörkum frá Valsaranum Elínu Mettu Jensen. „Varnarleikurinn var öflugur en það var óöryggi á boltanum í fyrri hálfleik. Það var stress og við náðum að róa okkur aðeins í hálfleiknum.“ „Í síðari hálfleik náðum við aðeins að stoppa boltann og líta í kringum okkur. Boltinn gekk betur í síðari hálfleik og við náðum frábærum sóknum. Sóknarleikurinn var öflugur í síðari hálfleik.“ Elín Metta hefur iðulega spilað sem framherji eða kantmaður með landsliðinu en í leiknum gegn Skotum í dag spilaði hún sem fremsti miðjumaður bakvið Berglindu Þorvaldsdóttur sem var framherji. „Elín Metta átti frábæran leik og kláraði bæði mörkin mjög vel. Hún er öflugt vopn í þessari stöðu. Hún er áræðin á bakvið varnirnar og það voru svæðin sem við vorum að leita í gegn Skotunum. Það gekk mjög vel í seinni hálfleik.“ „Hún og Berglind spiluðu mjög vel saman í seinni hálfleik. Það er ánægjulegt. Þær voru báðar hættulegar og náðu mjög vel saman. Berglind gerði frábærlega í báðum mörkunum.“ Ísland hefur verið við æfingar á La Manga undanfarna viku og segir Jón Þór að þessi ferð sé afar kærkomin fyrir þá leiki sem framundan eru. „Virkilega flott ferð. Það var kærkomið að fá þetta verkefni við þessar aðstæður. Hópurin hefur staðið sig virkilega vel. Það hefur verið frábær stemning í hópnum og það sýnir sig svo sannarlega í leiknum í dag.“ „Það eru leikmenn sem eru svekktir að koma ekki inn á og sumir sem koma ekki inná en sýna samt frábæran liðsanda og karakter að styðja við bakið á liðinu. Þær hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Jón Þór að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. 21. janúar 2019 16:56 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Sjá meira
Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. 21. janúar 2019 16:56