Segir gerendur kynferðisofbeldis oftar en ekki nota geðveikisstimpil Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. janúar 2019 20:00 Anna Bentína Hermansen, ráðgjafi hjá Stígamótum segir gerendur kynferðisofbeldis oftar en ekki bera það fyrir sig að þolandinn sé veikur á geði til þess að rýra trúverðugleika þeirra. Samfélagið taki því of oft sem heilögum sannleik og trúi ekki þolendanum. Anna Bentína setti færslu á Facebook á dögunum þar sem hún vakti athygli á því hve algengt væri orðið að gerendur í kynferðisbrotamálum notuðu svokallaðan geðveikisstimpil til að gera lítið úr brotaþola sínum. „Því miður oftar heldur en ekki að viðkomandi hefur einhvers staðar heyrt þar sem ofbeldi er afsakað með því að hún sé bara geðveik, segir Anna Bentína. Þetta sé yfirleitt gert til þess að rýra trúverðugleika þeirra sem segja frá kynferðisofbeldi. „Að segja að þær séu geðveikar. Að segja að þetta sé kjaftæði, að manneskjan sé ekki heil á geðsmunum og jafnvel að hún ímyndi sér þetta,“ segir Anna Bentína. Hún bendir á að stundum sé það þannig að þolandinn eigi ekki við geðræn vandamál að stríða þó gerandinn haldi því fram.Hins vegar séu fjölmargir þolendur vissulega með geðraskanir. „Þetta er mjög varhugavert að spila þessu spili út því við eigum að taka mark á fólki sem er með geðraskanir það er ekkert að ljúga frekar en fólk sem er með krabbamein og hefur lent í kynferðisofbeldi og segir frá því.“ Anna Bentína segir þetta gjarnan tíðkast þegar sagt er frá kynferðisofbeldi af hálfu einhvers innan fjölskyldunnar. „Það er miklu þægilegra að einhver sé geðveikur heldur en að það sé verið að brjóta á manneskjunni á þennan hátt.Og samfélagið tekur þessu svolítið sem heilögum sannleik jafnvel,“ segir Anna Bentína. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Anna Bentína Hermansen, ráðgjafi hjá Stígamótum segir gerendur kynferðisofbeldis oftar en ekki bera það fyrir sig að þolandinn sé veikur á geði til þess að rýra trúverðugleika þeirra. Samfélagið taki því of oft sem heilögum sannleik og trúi ekki þolendanum. Anna Bentína setti færslu á Facebook á dögunum þar sem hún vakti athygli á því hve algengt væri orðið að gerendur í kynferðisbrotamálum notuðu svokallaðan geðveikisstimpil til að gera lítið úr brotaþola sínum. „Því miður oftar heldur en ekki að viðkomandi hefur einhvers staðar heyrt þar sem ofbeldi er afsakað með því að hún sé bara geðveik, segir Anna Bentína. Þetta sé yfirleitt gert til þess að rýra trúverðugleika þeirra sem segja frá kynferðisofbeldi. „Að segja að þær séu geðveikar. Að segja að þetta sé kjaftæði, að manneskjan sé ekki heil á geðsmunum og jafnvel að hún ímyndi sér þetta,“ segir Anna Bentína. Hún bendir á að stundum sé það þannig að þolandinn eigi ekki við geðræn vandamál að stríða þó gerandinn haldi því fram.Hins vegar séu fjölmargir þolendur vissulega með geðraskanir. „Þetta er mjög varhugavert að spila þessu spili út því við eigum að taka mark á fólki sem er með geðraskanir það er ekkert að ljúga frekar en fólk sem er með krabbamein og hefur lent í kynferðisofbeldi og segir frá því.“ Anna Bentína segir þetta gjarnan tíðkast þegar sagt er frá kynferðisofbeldi af hálfu einhvers innan fjölskyldunnar. „Það er miklu þægilegra að einhver sé geðveikur heldur en að það sé verið að brjóta á manneskjunni á þennan hátt.Og samfélagið tekur þessu svolítið sem heilögum sannleik jafnvel,“ segir Anna Bentína.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira