Óttast fjölda umsagna trúfélaga um frumvarp um þungunarrof Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. janúar 2019 20:30 Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. Síðasta haust lagði velferðarráðuneytið fram drög að frumvarpi um ný lög þar sem þungunarrof verður heimilt fram að lokum 22. viku meðgöngu* en í dag er það heimilt fram í 16. viku. Verði frumvarpið að lögum verður konum veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort þær ali börn fram að þeim tíma. Velferðarnefnd er nú með frumvarpið í umsagnarferli og fékk sextíu og einn aðili frumvarpið sent til umsagnar, þar af eru 35 trúfélög.Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands„Og Kvenréttindafélagið var eina feminíska félagið sem fékk þetta. Hvers vegna lítur Alþingi þannig á að trúfélög séu hagsmunaaðilar í þessu máli? Það eru fyrst og fremst þær manneskjur sem ætla ekki að klára þessa þungun,“ segir Fríða Rós. Hún bendir á að núgildandi lög hafi verið samin af nefnd sem var skipuð þremur körlum en þar sé sjálfsákvörðunarréttur kvenna virtur að vettugi. Sama gæti átt við um trúfélög. „Þau líta frekar á þungunarrof sem eitthvað sem ætti ekki að vera leyfilegt nema í algjörri neyð. Þær umsagnir sem þegar er búið að skila þær eru margar á móti lögunum,“ segir Fríða Rós en hún óttast að umsagnir trúfélaganna gætu orðið til þess að frumvarpið verði ekki að lögum. Þess ber þó að geta að öllum er frjálst að senda inn umsögn um lagafrumvörp. „Og ef við sjáum allt í einu að við ætlum að hampa mjög þeim aðilum sem tala á móti sjálfsákvörðunarrétti, þá já ég er með áhyggjur af því og við þurfum að stíga fast niður því þessi lög þurfa að ganga í gegn,“ segir Fríða Rós en Kvenréttindafélagið setti af stað undirskriftasöfnun vegna málsins á dögunum til að styrkja umsögn félagsins. Núna hafa yfir fimm hundruð manns skrifað undir og segjast styðja frumvarpið. „Þetta eru mjög sterk skilaboð þegar svo margir segjast styðja frumvarpið,“ segir Fríða Rós.*Í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar var ranghermt að í frumvarpinu væri þungunarrof heimilt fram að lokum 18. viku meðgöngu. Það hefur verið leiðrétt í vefútgáfunni. Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Þungunarrof Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. Síðasta haust lagði velferðarráðuneytið fram drög að frumvarpi um ný lög þar sem þungunarrof verður heimilt fram að lokum 22. viku meðgöngu* en í dag er það heimilt fram í 16. viku. Verði frumvarpið að lögum verður konum veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort þær ali börn fram að þeim tíma. Velferðarnefnd er nú með frumvarpið í umsagnarferli og fékk sextíu og einn aðili frumvarpið sent til umsagnar, þar af eru 35 trúfélög.Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands„Og Kvenréttindafélagið var eina feminíska félagið sem fékk þetta. Hvers vegna lítur Alþingi þannig á að trúfélög séu hagsmunaaðilar í þessu máli? Það eru fyrst og fremst þær manneskjur sem ætla ekki að klára þessa þungun,“ segir Fríða Rós. Hún bendir á að núgildandi lög hafi verið samin af nefnd sem var skipuð þremur körlum en þar sé sjálfsákvörðunarréttur kvenna virtur að vettugi. Sama gæti átt við um trúfélög. „Þau líta frekar á þungunarrof sem eitthvað sem ætti ekki að vera leyfilegt nema í algjörri neyð. Þær umsagnir sem þegar er búið að skila þær eru margar á móti lögunum,“ segir Fríða Rós en hún óttast að umsagnir trúfélaganna gætu orðið til þess að frumvarpið verði ekki að lögum. Þess ber þó að geta að öllum er frjálst að senda inn umsögn um lagafrumvörp. „Og ef við sjáum allt í einu að við ætlum að hampa mjög þeim aðilum sem tala á móti sjálfsákvörðunarrétti, þá já ég er með áhyggjur af því og við þurfum að stíga fast niður því þessi lög þurfa að ganga í gegn,“ segir Fríða Rós en Kvenréttindafélagið setti af stað undirskriftasöfnun vegna málsins á dögunum til að styrkja umsögn félagsins. Núna hafa yfir fimm hundruð manns skrifað undir og segjast styðja frumvarpið. „Þetta eru mjög sterk skilaboð þegar svo margir segjast styðja frumvarpið,“ segir Fríða Rós.*Í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar var ranghermt að í frumvarpinu væri þungunarrof heimilt fram að lokum 18. viku meðgöngu. Það hefur verið leiðrétt í vefútgáfunni.
Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Þungunarrof Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira