Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2019 12:01 Sara ræðir við Gunnar Braga í þingsal í morgun. Vísir/Vilhelm Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, segir stemmninguna á þingfundi Alþingis í dag óþægilega og eitraða. Henni líði illa og fullyrðir að það gildi um fleiri þingmenn. Ástæðan er endurkoma Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar á Alþingi í morgun. „Þetta er bara ofbeldi,“ segir Sara í samtali við Vísi. Ljósmyndari Vísis náði mynd af Söru ræða við Gunnar Braga í þingsalnum í morgun og ljóst að henni var ekki skemmt. Hún vildi ekki upplýsa hvað á milli þeirra fór. „Það er bara á milli okkar Gunnars Braga.“ Bergþór og Gunnar Bragi fóru í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í desember eftir að upptökur af samtölum þeirra á Klaustur bar rötuðu í fjölmiðla.Anna Kolbrún Árnadóttir og Gunnar Bragi Sveinsson yfirgefa þingsalinn í morgun.Vísir/VilhelmLíður mjög illa „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, í ræðustól Alþingis í morgun. Jón Steindór Valdimarsson sagði að honum þætti heldur skuggsýnt yfir þingsalnum í dag. „Stemmningin á þinginu er vægast sagt óþægileg og eitruð,“ segir Sara. „Mér líður persónulega mjög illa en þetta mun ekki hafa áhrif á mitt vinnuframlag. Ég mun leggja mig fram til að vinna mitt starf í umboði minna kjósenda. Þetta er vond staða. Mér líður illa í kringum þessa menn og veit að fleiri líður þannig. Okkur er brugðið.“ Sara segir endurkomu þingmannanna hafa verið afar óvænta. Sjálf hafi hún ekki vitað af veru þeirra fyrr en hún mætti til vinnu. Hún hefði verið símalaus og ekki séð fréttir í morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson sagðist ætla að stíga til hliðar í tvo mánuði og ætti samkvæmt því að vera von á honum aftur í febrúar. Jóhanna Vigdís stendur vaktina í fjarveru hans.FBL/Stefán„Þetta er ekki boðlegt“ Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í fjarveru Ágústs Ólafs Ágústssonar sem er í nokkurra vikna leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi framkomu gagnvart blaðakonu Kjarnans, líkir endurkomu Bergþórs og Gunnars Braga við fyrirsát. „Þessi fyrirsát þeirra sýnir enga iðrun í garð fórnarlamba þeirra, sem þurftu sum hver að sitja þarna í þingsal undir nærveru þeirra, og þaðan af síður sjálfskilning téðra Klausturmanna. Ég hef starfað á ýmsum vinnustöðum þar sem vinnustaðamenning hefur verið með ýmsum hætti, en það andrúmsloft sem er á Alþingi í dag er eitthvað sem ég hef aldrei kynnst áður. Endurkoma Klausturmanna, án þess að nokkrum hafi verið tilkynnt um það fyrirfram, gerir þingmönnum og ráðherrum erfitt um að sinna starfi sínu. Þetta er ekki boðlegt.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins. 24. janúar 2019 10:56 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, segir stemmninguna á þingfundi Alþingis í dag óþægilega og eitraða. Henni líði illa og fullyrðir að það gildi um fleiri þingmenn. Ástæðan er endurkoma Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar á Alþingi í morgun. „Þetta er bara ofbeldi,“ segir Sara í samtali við Vísi. Ljósmyndari Vísis náði mynd af Söru ræða við Gunnar Braga í þingsalnum í morgun og ljóst að henni var ekki skemmt. Hún vildi ekki upplýsa hvað á milli þeirra fór. „Það er bara á milli okkar Gunnars Braga.“ Bergþór og Gunnar Bragi fóru í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í desember eftir að upptökur af samtölum þeirra á Klaustur bar rötuðu í fjölmiðla.Anna Kolbrún Árnadóttir og Gunnar Bragi Sveinsson yfirgefa þingsalinn í morgun.Vísir/VilhelmLíður mjög illa „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, í ræðustól Alþingis í morgun. Jón Steindór Valdimarsson sagði að honum þætti heldur skuggsýnt yfir þingsalnum í dag. „Stemmningin á þinginu er vægast sagt óþægileg og eitruð,“ segir Sara. „Mér líður persónulega mjög illa en þetta mun ekki hafa áhrif á mitt vinnuframlag. Ég mun leggja mig fram til að vinna mitt starf í umboði minna kjósenda. Þetta er vond staða. Mér líður illa í kringum þessa menn og veit að fleiri líður þannig. Okkur er brugðið.“ Sara segir endurkomu þingmannanna hafa verið afar óvænta. Sjálf hafi hún ekki vitað af veru þeirra fyrr en hún mætti til vinnu. Hún hefði verið símalaus og ekki séð fréttir í morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson sagðist ætla að stíga til hliðar í tvo mánuði og ætti samkvæmt því að vera von á honum aftur í febrúar. Jóhanna Vigdís stendur vaktina í fjarveru hans.FBL/Stefán„Þetta er ekki boðlegt“ Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í fjarveru Ágústs Ólafs Ágústssonar sem er í nokkurra vikna leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi framkomu gagnvart blaðakonu Kjarnans, líkir endurkomu Bergþórs og Gunnars Braga við fyrirsát. „Þessi fyrirsát þeirra sýnir enga iðrun í garð fórnarlamba þeirra, sem þurftu sum hver að sitja þarna í þingsal undir nærveru þeirra, og þaðan af síður sjálfskilning téðra Klausturmanna. Ég hef starfað á ýmsum vinnustöðum þar sem vinnustaðamenning hefur verið með ýmsum hætti, en það andrúmsloft sem er á Alþingi í dag er eitthvað sem ég hef aldrei kynnst áður. Endurkoma Klausturmanna, án þess að nokkrum hafi verið tilkynnt um það fyrirfram, gerir þingmönnum og ráðherrum erfitt um að sinna starfi sínu. Þetta er ekki boðlegt.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins. 24. janúar 2019 10:56 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56
„Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins. 24. janúar 2019 10:56