„Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 10:56 Steingrímur J. Sigfússon þingforseti ræddi ásakanir Miðflokksmanna í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins, sem deilt hafa hart á þingforsetann undanfarna daga. Þetta kom fram í málið Steingríms í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ásakanir Miðflokksmanna í sinn garð vegna meðferðar þingsins á Klaustursmálinu svokallaða, þar sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eiga í hlut. Sigmundur Davíð hefur í vikunni sakað Steingrím um að vera í „prívat herferð“ gegn sér. Þá sagði hann Steingrím hafa brotið þingskaparlög með tillögu sinni um að kjósa sérstaka forsætisnefnd til að fjalla um Klaustursmálið, þar sem forsætisnefnd er öll vanhæf til að fjalla um málið. Tillaga Steingríms, sem byggði á 94, grein þingskaparlaga um afbrigði, var samþykkt á þinginu í fyrradag með 45 atkvæðum gegn níu. Í kjölfarið sökuðu þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins Steingrím um valdníðslu og lögbrot.Löglegt og alvenjulegt Steingrímur sagðist aðspurður ekki ætla að láta draga sig inn í neinn leðjuslag um málið en hann hafði lesið umfjöllun um ásakanirnar í fjölmiðlum, og auðvitað setið undir þeim á þinginu. „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn, hvorki Sigmund Davíð né aðra þá sem í hlut áttu,“ sagði Steingrímur. Þá hafi breið samstaða verið um tillögu hans á Alþingi og þá liggi fyrir að engin lög hafi verið brotin. „[…] hafið yfir allan vafa að þetta er löglegt, alvenjulegt. Afbrigðin eru mjög mikilvægur þáttur í sjálfstæði þingsins. Þetta er jú líka löggjafinn sem er að taka þá ákvarðanir, og afbrigðum er oft beitt m.a. til að kjósa ekki í fastanefndir eins og við gerðum 2016 við þær óvenjulegu aðstæður að þing kom saman og ekki var búið að mynda meirihluta.“ Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins sem hafa verið í leyfi frá þingstörfum síðan í desember vegna Klaustursmálsins, tilkynntu báðir um endurkomu sína á Alþingi í morgun en þá hafði Steingrímur þegar komið í viðtal í Bítinu. Gunnar Bragi sagði til að mynda í tilkynningu sinni að hann hygðist snúa aftur á þing til að svara fyrir sig, m.a. vegna „framgöngu forseta Alþingis að undanförnu.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Steingrím í heild sinni. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins, sem deilt hafa hart á þingforsetann undanfarna daga. Þetta kom fram í málið Steingríms í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ásakanir Miðflokksmanna í sinn garð vegna meðferðar þingsins á Klaustursmálinu svokallaða, þar sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eiga í hlut. Sigmundur Davíð hefur í vikunni sakað Steingrím um að vera í „prívat herferð“ gegn sér. Þá sagði hann Steingrím hafa brotið þingskaparlög með tillögu sinni um að kjósa sérstaka forsætisnefnd til að fjalla um Klaustursmálið, þar sem forsætisnefnd er öll vanhæf til að fjalla um málið. Tillaga Steingríms, sem byggði á 94, grein þingskaparlaga um afbrigði, var samþykkt á þinginu í fyrradag með 45 atkvæðum gegn níu. Í kjölfarið sökuðu þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins Steingrím um valdníðslu og lögbrot.Löglegt og alvenjulegt Steingrímur sagðist aðspurður ekki ætla að láta draga sig inn í neinn leðjuslag um málið en hann hafði lesið umfjöllun um ásakanirnar í fjölmiðlum, og auðvitað setið undir þeim á þinginu. „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn, hvorki Sigmund Davíð né aðra þá sem í hlut áttu,“ sagði Steingrímur. Þá hafi breið samstaða verið um tillögu hans á Alþingi og þá liggi fyrir að engin lög hafi verið brotin. „[…] hafið yfir allan vafa að þetta er löglegt, alvenjulegt. Afbrigðin eru mjög mikilvægur þáttur í sjálfstæði þingsins. Þetta er jú líka löggjafinn sem er að taka þá ákvarðanir, og afbrigðum er oft beitt m.a. til að kjósa ekki í fastanefndir eins og við gerðum 2016 við þær óvenjulegu aðstæður að þing kom saman og ekki var búið að mynda meirihluta.“ Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins sem hafa verið í leyfi frá þingstörfum síðan í desember vegna Klaustursmálsins, tilkynntu báðir um endurkomu sína á Alþingi í morgun en þá hafði Steingrímur þegar komið í viðtal í Bítinu. Gunnar Bragi sagði til að mynda í tilkynningu sinni að hann hygðist snúa aftur á þing til að svara fyrir sig, m.a. vegna „framgöngu forseta Alþingis að undanförnu.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Steingrím í heild sinni.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06
Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56
Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45