Skipasiglingar valda reiði í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2019 11:15 Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segja að til greina komi að senda flugmóðurskip til Taívan, sem myndi án efa valda usla í Kína. EPA/JEON HEON-KYUN Tveimur bandarískum herskipum var siglt um Taívan-sund í gær en siglingar sem þessar eru iðulega gagnrýndar af yfirvöldum í Kína. Kínverjar líta á Taívan sem hluta af ríki þeirra og hafa ekki útilokað að beita hervaldi til þvinga sameiningu ríkjanna. Bandarískum herskipum var siglt um svæðið þrisvar sinnum í fyrra og segja yfirvöld Í bandaríkjunum að til greina komi að fljúga flugmóðurskipi um svæðið, þrátt fyrir að Kínverjar hafi þróað sérstakar eldflaugar til að granda stórum herskipum.Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipumForsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segja siglingum sem þessum ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Það er þó ljóst að Bandaríkin hafa fjölgað siglingum á svæðinu og þá sérstaklega um Suður-Kínahaf, þar sem yfirvöld í Kína hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Heilu eyjurnar hafa verið byggðar upp sem og flotastöðvar og flugvellir og hefur vopnum verið komið þar fyrir. Kínverjar hafa beitt Taívan auknum þrýstingi á síðustu árum eftir að Tsai Ing-wen tók við embætti forseta landsins árið 2016. Hún er sjálfstæðissinni. Síðan þá hafa yfirvöld í Kína reglulega sent herflugvélar og skip í kringum Taívan. Fyrr í gær hafði herþotum og sprengjuflugvélum verið flogið fram hjá Taívan, samkvæmt Varnarmálaráðuneyti landsins. Talskona Utanríkisráðuneyti Kína segir siglinguna vera áhyggjuefni og hvatti hún Bandaríkin til að fylgja „eitt Kína“ stefnunni. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa sífellt auknar áhyggjur af því að Kínverjar geri innrás í Taívan. Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumKínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Ríkin hafa gert varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan vopn. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í byrjun árs að til greina kæmi að gera innrás í Taívan. Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Tveimur bandarískum herskipum var siglt um Taívan-sund í gær en siglingar sem þessar eru iðulega gagnrýndar af yfirvöldum í Kína. Kínverjar líta á Taívan sem hluta af ríki þeirra og hafa ekki útilokað að beita hervaldi til þvinga sameiningu ríkjanna. Bandarískum herskipum var siglt um svæðið þrisvar sinnum í fyrra og segja yfirvöld Í bandaríkjunum að til greina komi að fljúga flugmóðurskipi um svæðið, þrátt fyrir að Kínverjar hafi þróað sérstakar eldflaugar til að granda stórum herskipum.Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipumForsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segja siglingum sem þessum ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Það er þó ljóst að Bandaríkin hafa fjölgað siglingum á svæðinu og þá sérstaklega um Suður-Kínahaf, þar sem yfirvöld í Kína hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Heilu eyjurnar hafa verið byggðar upp sem og flotastöðvar og flugvellir og hefur vopnum verið komið þar fyrir. Kínverjar hafa beitt Taívan auknum þrýstingi á síðustu árum eftir að Tsai Ing-wen tók við embætti forseta landsins árið 2016. Hún er sjálfstæðissinni. Síðan þá hafa yfirvöld í Kína reglulega sent herflugvélar og skip í kringum Taívan. Fyrr í gær hafði herþotum og sprengjuflugvélum verið flogið fram hjá Taívan, samkvæmt Varnarmálaráðuneyti landsins. Talskona Utanríkisráðuneyti Kína segir siglinguna vera áhyggjuefni og hvatti hún Bandaríkin til að fylgja „eitt Kína“ stefnunni. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa sífellt auknar áhyggjur af því að Kínverjar geri innrás í Taívan. Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumKínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Ríkin hafa gert varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan vopn. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í byrjun árs að til greina kæmi að gera innrás í Taívan.
Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna