Gríska þingið samþykkti samninginn um nafnabreytingu Makedóníu Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2019 13:49 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, fagnaði niðurstöðunni í þingsal í dag. AP Naumur meirihluti grískra þingmanna samþykkti í dag sögulegan samning stjórnvalda í Grikklandi og Makedóníu sem ætlað er að binda enda á 27 ára gamla deilu ríkjanna um nafnið á Makedóníu. 153 þingmenn á gríska þinginu greiddu atkvæði með samningnum, sem kveður á um að nafni landsins skuli breytt í Lýðveldið Norður-Makedónía, en 146 greiddu atkvæði gegn. Makedónska þingið hafði áður samþykkt samninginn. Stór hluti grísku þjóðarinnar er mjög andsnúinn samningnum og mótmæltu þúsundir manna fyrir utan þinghúsið í Aþenu í gærkvöldi.Hafa komið í veg fyrir aðild að ESB og NATO Grikkir hafa neitað að samþykkja nafnið á Makedóníu allt frá því að landið lýsti yfir sjálfstæði árið 1991. Er ástæðan sú að í Grikklandi er að finna hérað með sama nafn. Sökum þessa hafa Grikkir komið í veg fyrir allar tilraunir Makedóníumenna að ganga í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Í Grikklandi er andstaða við nafnabreytinguna mest í Makedóníu-héraði í norðurhluta Grikklands, en skoðanakannanir benda til að um 60 prósent Grikkja séu mótfallnir samningnum.Löng umræða Umræður um málið stóðu í 38 tíma í þinginu þar sem á þriðja hundrað þingmanna tóku til máls. Þingmenn hægri öfgaflokksins Gylltrar dögunar hrópuðu „Landráðamenn!“ á meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir. Evrópusambandið Grikkland Norður-Makedónía NATO Tengdar fréttir Ofbeldisfull mótmæli í Grikklandi vegna nafnabreytingar Makedóníu Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir. 20. janúar 2019 16:13 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Naumur meirihluti grískra þingmanna samþykkti í dag sögulegan samning stjórnvalda í Grikklandi og Makedóníu sem ætlað er að binda enda á 27 ára gamla deilu ríkjanna um nafnið á Makedóníu. 153 þingmenn á gríska þinginu greiddu atkvæði með samningnum, sem kveður á um að nafni landsins skuli breytt í Lýðveldið Norður-Makedónía, en 146 greiddu atkvæði gegn. Makedónska þingið hafði áður samþykkt samninginn. Stór hluti grísku þjóðarinnar er mjög andsnúinn samningnum og mótmæltu þúsundir manna fyrir utan þinghúsið í Aþenu í gærkvöldi.Hafa komið í veg fyrir aðild að ESB og NATO Grikkir hafa neitað að samþykkja nafnið á Makedóníu allt frá því að landið lýsti yfir sjálfstæði árið 1991. Er ástæðan sú að í Grikklandi er að finna hérað með sama nafn. Sökum þessa hafa Grikkir komið í veg fyrir allar tilraunir Makedóníumenna að ganga í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Í Grikklandi er andstaða við nafnabreytinguna mest í Makedóníu-héraði í norðurhluta Grikklands, en skoðanakannanir benda til að um 60 prósent Grikkja séu mótfallnir samningnum.Löng umræða Umræður um málið stóðu í 38 tíma í þinginu þar sem á þriðja hundrað þingmanna tóku til máls. Þingmenn hægri öfgaflokksins Gylltrar dögunar hrópuðu „Landráðamenn!“ á meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir.
Evrópusambandið Grikkland Norður-Makedónía NATO Tengdar fréttir Ofbeldisfull mótmæli í Grikklandi vegna nafnabreytingar Makedóníu Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir. 20. janúar 2019 16:13 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Ofbeldisfull mótmæli í Grikklandi vegna nafnabreytingar Makedóníu Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir. 20. janúar 2019 16:13