Ofbeldisfull mótmæli í Grikklandi vegna nafnabreytingar Makedóníu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2019 16:13 Hér sést óeirðalögregla kljást við mótmælanda. AP/Thanassis Stavrakis Átök urðu í Aþenu, höfuðborg Grikklands, þegar mótmælendum og lögreglu í borginni lenti saman. Mótmælendur voru saman komnir til þess að sýna andstöðu við samningaviðræður sem nú eiga sér stað milli makedónskra og grískra stjórnvalda í kjölfar fyrirhugaðrar nafnabreytingar Makedóníu, sem stefnt er á að taki upp nafnið Norður-Makedónía. Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir eftir mótmælin sem voru nokkuð ofbeldisfull. Mótmælendur réðust að lögreglu með grjótkasti, blysum, kylfum og málningu svo eitthvað sé nefnt. Lögreglan svaraði svo árásum mótmælenda með ítrekuðum táragashrinum.Mótmælin voru ofbeldisfull.AP/Yorgos KarahalisVilja binda enda á áralangt ósætti ríkjanna Nafnabreytingunni er aðallega ætlað að liðka fyrir samskiptum Makedóníu við Grikkland og auka möguleika sína á inngöngu í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið, en Grikkir hafa hingað til hindrað allar tilraunir Makedóníumanna til að ganga í samböndin, þar sem Grikkir telja að í nafni Makedóníu felist tilkall til landsvæðis að sama nafni sem liggur innan landamæra Grikklands. Gríska þingið stefnir á að kjósa um nafnabreytingarsamning Makedóníu á mánudaginn og hefja þannig sáttaferli við nágranna sína í norðri, verði samningur milli ríkjanna samþykktur. Makedónska þingið samþykkti nafnabreytinguna fyrr á árinu.Alexis Tsipras, forsætirsráðherra Grikklands.Ayhan Mehmet/GettyEkki nóg fyrir alla Þó eru ekki allir Grikkir sáttir með gang mála eins og mótmælin sýna fram á, en mótmælendur telja nafnabreytinguna ekki vera nóg og að í nafni Norður-Makedóníu myndi enn felast tilkall til landsvæðis Grikkja og hafa kallað hana „valdarán á forngrískri arfleið.“ Í yfirlýsingu frá forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, var „öfgakenndum öflum og meðlimum Gullinnar dögunar,“ sem er öfga-hægri stjórnmálaflokkur í landinu, meðal annars þekktur fyrir andúð á innflytjendum, kennt um mótmælin og ofbeldið sem fylgdi þeim. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu áður sagst vonast til að draga að sér um 600 þúsund manns, en lögregla áætlaði að um 60 þúsund hafi verið viðstödd mótmælin. Þá höfðu þeir tilkynnt að þrjú þúsund rútum fullum af mótmælendum yrði ekið til Aþenu, en lögreglan gaf út að rúturnar hafi verið 327 í heildina. Þá tóku bændur í norðurhluta Grikklands sig saman og lokuðu hraðbrautinni sem leiðir að landamærum Grikklands og Makedóníu til að sýna samstöðu með mótmælendum. Brautin hefur nú verið opnuð að nýju. Grikkland Norður-Makedónía Tengdar fréttir Makedónska þingið samþykkir að breyta nafni landsins Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. 20. október 2018 17:53 Makedónía verður Norður-Makedónía Lágmarksmeirihluti náðist fyrir nafnabreytingunni en 81 af 120 þingmönnum greiddu með nafnabreytingunni. 12. janúar 2019 12:14 Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Átök urðu í Aþenu, höfuðborg Grikklands, þegar mótmælendum og lögreglu í borginni lenti saman. Mótmælendur voru saman komnir til þess að sýna andstöðu við samningaviðræður sem nú eiga sér stað milli makedónskra og grískra stjórnvalda í kjölfar fyrirhugaðrar nafnabreytingar Makedóníu, sem stefnt er á að taki upp nafnið Norður-Makedónía. Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir eftir mótmælin sem voru nokkuð ofbeldisfull. Mótmælendur réðust að lögreglu með grjótkasti, blysum, kylfum og málningu svo eitthvað sé nefnt. Lögreglan svaraði svo árásum mótmælenda með ítrekuðum táragashrinum.Mótmælin voru ofbeldisfull.AP/Yorgos KarahalisVilja binda enda á áralangt ósætti ríkjanna Nafnabreytingunni er aðallega ætlað að liðka fyrir samskiptum Makedóníu við Grikkland og auka möguleika sína á inngöngu í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið, en Grikkir hafa hingað til hindrað allar tilraunir Makedóníumanna til að ganga í samböndin, þar sem Grikkir telja að í nafni Makedóníu felist tilkall til landsvæðis að sama nafni sem liggur innan landamæra Grikklands. Gríska þingið stefnir á að kjósa um nafnabreytingarsamning Makedóníu á mánudaginn og hefja þannig sáttaferli við nágranna sína í norðri, verði samningur milli ríkjanna samþykktur. Makedónska þingið samþykkti nafnabreytinguna fyrr á árinu.Alexis Tsipras, forsætirsráðherra Grikklands.Ayhan Mehmet/GettyEkki nóg fyrir alla Þó eru ekki allir Grikkir sáttir með gang mála eins og mótmælin sýna fram á, en mótmælendur telja nafnabreytinguna ekki vera nóg og að í nafni Norður-Makedóníu myndi enn felast tilkall til landsvæðis Grikkja og hafa kallað hana „valdarán á forngrískri arfleið.“ Í yfirlýsingu frá forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, var „öfgakenndum öflum og meðlimum Gullinnar dögunar,“ sem er öfga-hægri stjórnmálaflokkur í landinu, meðal annars þekktur fyrir andúð á innflytjendum, kennt um mótmælin og ofbeldið sem fylgdi þeim. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu áður sagst vonast til að draga að sér um 600 þúsund manns, en lögregla áætlaði að um 60 þúsund hafi verið viðstödd mótmælin. Þá höfðu þeir tilkynnt að þrjú þúsund rútum fullum af mótmælendum yrði ekið til Aþenu, en lögreglan gaf út að rúturnar hafi verið 327 í heildina. Þá tóku bændur í norðurhluta Grikklands sig saman og lokuðu hraðbrautinni sem leiðir að landamærum Grikklands og Makedóníu til að sýna samstöðu með mótmælendum. Brautin hefur nú verið opnuð að nýju.
Grikkland Norður-Makedónía Tengdar fréttir Makedónska þingið samþykkir að breyta nafni landsins Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. 20. október 2018 17:53 Makedónía verður Norður-Makedónía Lágmarksmeirihluti náðist fyrir nafnabreytingunni en 81 af 120 þingmönnum greiddu með nafnabreytingunni. 12. janúar 2019 12:14 Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Makedónska þingið samþykkir að breyta nafni landsins Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. 20. október 2018 17:53
Makedónía verður Norður-Makedónía Lágmarksmeirihluti náðist fyrir nafnabreytingunni en 81 af 120 þingmönnum greiddu með nafnabreytingunni. 12. janúar 2019 12:14
Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56