Íslenski boltinn

Þrjár Valskonur með sextán mörk saman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlín Eiríksdóttir í leik með Val.
Hlín Eiríksdóttir í leik með Val. Vísir/Eyjólfur
Kvennalið Vals hefur byrjað Reykjavíkurmótið í knattspyrnu af miklum krafti en liðið er með fullt hús og 19 mörk í fyrstu þremur leikjunum.

Valur fylgdi eftir 6-0 sigri á Fjölni og 8-0 sigri á Fjölni með því að vinna 5-1 sigur á HK/Víkingi um helgina.

Valsliðið á nú þrjár langmarkahæstu konurnar í mótinu en þrír leikmenn Hlíðarendaliðsins hafa allar skorað meira en eitt og hálft mark í leik.

Margrét Lára Viðarsdóttir er komin aftur í gang og hefur skorað sex mörk í fyrstu þremur leikjunum sínum. Hún var með tvö mörk í sigurleiknum á HK/Víkingi.

Þær Hlín Eiríksdóttir og Elín Metta Jensen eru síðan báðar með fimm mörk í þremur leikjum. Hlín skoraði fernu í sigrinum á Fjölni og Elín Metta var þar með þrennu.

Saman hafa þessar þrjár skorað 16 af 19 mörkum Valsliðsins í mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×