Einn sem sannar tómatsósukenningu Van Nistelrooy Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 17:00 Duván Zapata. Getty/Paolo Bruno Kólumbíumaðurinn Duván Zapata er að gera frábæra hluti þessa dagana í ítalska fótboltanum en það er ekki búið að vera þannig allt tímabilið. Duván Zapata skoraði aðeins eitt mark í fyrstu þrettán leikjum sínum með Atalanta en allt breyttist þetta þegar jólamánuðurinn rann í garð. Ruud van Nistelrooy, fyrrum framherji Manchester United, setti á sínum tíma fram fræga tómatsósukenningu um heim markaskorarans um að stundum kemur ekkert úr flöskunni eða allt þar til að „stíflan“ brestur og tómatsósan flæðir úr flöskunni. Það má segja að Duván Zapata hafi sannað tómatsósukenningu Van Nistelrooy í vetur. Zapata skoraði loksins sitt annað mark á leiktíðinni í fyrsta leik í desember en hann hefur ekki hætt að skora síðan og setti nýtt met með marki sínu um helgina. Zapata hefur skorað í átta deildarleikjum Atalanta í röð en þar liggur ekki metið því hann hefur alls skorað fjórtán mörk í þessum átta leikjum sem er magnaður árangur.ALUCINANTE EL COLOMBIANO DUVÁN ZAPATA!!! Es el PRIMER JUGADOR en TODA la historia de la Serie A que hace 14 goles anotando en 8 jornadas consecutivas (1+3+1+1+2+1+4+1). pic.twitter.com/yzvSPZ9dab — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) January 27, 2019Duván Zapata hefur nú skorað jafnmörg mörk og Cristiano Ronaldo og aðeins einu marki minna en Fabio Quagliarella sem er markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar í dag. Duván Zapata er sá eini sem hefur skorað tvær þrennur á leiktíðinni og þær komu báðar í þessum átta síðustu leikjum. Önnur þrennan var meira að segja ferna í 5-0 sigri Atalanta á Frosinone. Það er samt athyglisvert að tveir Atalanta menn, Josip Ilicic og Duván Zapata, eiga fjórar af fimm þrennum tímabilsins. Josip Ilicic hefur aðeins skorað í tveimur leikjum á tímabilinu og þrennu í þeim báðum. Ítalski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Kólumbíumaðurinn Duván Zapata er að gera frábæra hluti þessa dagana í ítalska fótboltanum en það er ekki búið að vera þannig allt tímabilið. Duván Zapata skoraði aðeins eitt mark í fyrstu þrettán leikjum sínum með Atalanta en allt breyttist þetta þegar jólamánuðurinn rann í garð. Ruud van Nistelrooy, fyrrum framherji Manchester United, setti á sínum tíma fram fræga tómatsósukenningu um heim markaskorarans um að stundum kemur ekkert úr flöskunni eða allt þar til að „stíflan“ brestur og tómatsósan flæðir úr flöskunni. Það má segja að Duván Zapata hafi sannað tómatsósukenningu Van Nistelrooy í vetur. Zapata skoraði loksins sitt annað mark á leiktíðinni í fyrsta leik í desember en hann hefur ekki hætt að skora síðan og setti nýtt met með marki sínu um helgina. Zapata hefur skorað í átta deildarleikjum Atalanta í röð en þar liggur ekki metið því hann hefur alls skorað fjórtán mörk í þessum átta leikjum sem er magnaður árangur.ALUCINANTE EL COLOMBIANO DUVÁN ZAPATA!!! Es el PRIMER JUGADOR en TODA la historia de la Serie A que hace 14 goles anotando en 8 jornadas consecutivas (1+3+1+1+2+1+4+1). pic.twitter.com/yzvSPZ9dab — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) January 27, 2019Duván Zapata hefur nú skorað jafnmörg mörk og Cristiano Ronaldo og aðeins einu marki minna en Fabio Quagliarella sem er markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar í dag. Duván Zapata er sá eini sem hefur skorað tvær þrennur á leiktíðinni og þær komu báðar í þessum átta síðustu leikjum. Önnur þrennan var meira að segja ferna í 5-0 sigri Atalanta á Frosinone. Það er samt athyglisvert að tveir Atalanta menn, Josip Ilicic og Duván Zapata, eiga fjórar af fimm þrennum tímabilsins. Josip Ilicic hefur aðeins skorað í tveimur leikjum á tímabilinu og þrennu í þeim báðum.
Ítalski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira