Katar komið í úrslitaleik Asíukeppninnar í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 15:55 Almoez Ali fagnar áttunda marki sínu í keppninni. Getty/Zhizhao Wu Katar og Japan spila til úrslita í Asíukeppninni í fótbolta en þetta varð ljóst í dag þegar Katar hélt ótrúlegri sigurgöngu sinni áfram á mótinu. Katarbúar halda heimsmeistarakeppnina árið 2022 en hafa ekki verið til stórræða í fótboltanum hingað til. Landslið Katar er aftur á móti á mjög góðri leið ef marka má gengi þess meðal bestu knattspyrnuþjóða Asíu. Katar vann 4-0 sigur á heimamönnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í seinni undanúrslitaleiknum í dag en áður hafði Japan unnið 3-0 sigur á Íran í hinum undanúrslitaleiknum.st ever team to not concede in opening 6 #AsianCup games st ever #AsianCup final stage appearance for @QFA Qatar are writing their names in the history books! pic.twitter.com/uwJLiTGGFu — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019 Katar hefur unnið sex fyrstu leiki sína í keppninni en fyrir þessa keppni hafði landslið Katar aðeins unnið 10 af 38 leikjum sínum í lokaúrslitum Asíukeppninnar. Besti árangur landsliðsins fyrir 2019 var fimmta sæti. Katar hefur unnið þessa sex leiki sína í keppninni með markatölunni 16-0 og hefur liðið því enn ekki fengið á sig mark í mótinu. Katar vann 1-0 sigur á Suður-Kóreu í átta liða úrslitunum og 1-0 sigur á Írak í sextán liða úrslitunum. Japan sló út Sádí Aarbíu og Víetnam á leið sinni í undanúrslitin. Hinn 22 ára gamli Almoez Ali hefur verið stjarna mótsins en hann spilar fyrir Katar þrátt fyrir að vera fæddur í Súdan. Hann fluttist til Katar þegar hann var barn. Almoez Ali skoraði annað mark Katar í dag og er því kominn með átta mörk í keppninni sem þýðir að hann hefur jafnað markamet Ali Daei í einni Asíukeppni. Ali Daei skoraði átta mörk fyrir Íran árið 1996. Almoez Ali kom Katar í 2-0 á 37. mínútu en Boualem Khoukhi hafði skorað fyrsta markið á 22. mínútu. Fyrirliðinn Hassan Al-Haydos innsiglaði síðan sigurinn með marki á 80. mínútu áður en Hamid Ismail skoraði síðasta markið í uppbótartíma.Almoez double Qatar lead with his eighth goal of the tournament. He has now equalled Ali Daei's record for most goals in a single tournament! #AsianCup2019pic.twitter.com/K6mtS2HOL8 — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019Almoez Ali er með fjögurra marka forskot í baráttunni um gullskóinn en fjögur af mörkum hans komu í 6-0 sigri á Norður-Kóreu í riðlakeppninni. Akram Afif lagði upp þrjú mörk fyrir Katar í dag og hefur gefið alls níu stoðsendingar á mótinu. Akram Afif er 22 ára gamall eins og Almoez Ali. Katar mun síðan taka þátt í Suðurameríkukeppninni í sumar og þar fáum við enn frekar sönnun á styrkleika liðsins nú þegar styttist í því að Katar verður gestgjafi á HM í knattspyrnu.FULL-TIME | Qatar 4-0 UAE @QFA are through to the #AsianCupFinal for the first time ever! History! pic.twitter.com/hanlc0onmE — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019 Fótbolti Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Katar og Japan spila til úrslita í Asíukeppninni í fótbolta en þetta varð ljóst í dag þegar Katar hélt ótrúlegri sigurgöngu sinni áfram á mótinu. Katarbúar halda heimsmeistarakeppnina árið 2022 en hafa ekki verið til stórræða í fótboltanum hingað til. Landslið Katar er aftur á móti á mjög góðri leið ef marka má gengi þess meðal bestu knattspyrnuþjóða Asíu. Katar vann 4-0 sigur á heimamönnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í seinni undanúrslitaleiknum í dag en áður hafði Japan unnið 3-0 sigur á Íran í hinum undanúrslitaleiknum.st ever team to not concede in opening 6 #AsianCup games st ever #AsianCup final stage appearance for @QFA Qatar are writing their names in the history books! pic.twitter.com/uwJLiTGGFu — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019 Katar hefur unnið sex fyrstu leiki sína í keppninni en fyrir þessa keppni hafði landslið Katar aðeins unnið 10 af 38 leikjum sínum í lokaúrslitum Asíukeppninnar. Besti árangur landsliðsins fyrir 2019 var fimmta sæti. Katar hefur unnið þessa sex leiki sína í keppninni með markatölunni 16-0 og hefur liðið því enn ekki fengið á sig mark í mótinu. Katar vann 1-0 sigur á Suður-Kóreu í átta liða úrslitunum og 1-0 sigur á Írak í sextán liða úrslitunum. Japan sló út Sádí Aarbíu og Víetnam á leið sinni í undanúrslitin. Hinn 22 ára gamli Almoez Ali hefur verið stjarna mótsins en hann spilar fyrir Katar þrátt fyrir að vera fæddur í Súdan. Hann fluttist til Katar þegar hann var barn. Almoez Ali skoraði annað mark Katar í dag og er því kominn með átta mörk í keppninni sem þýðir að hann hefur jafnað markamet Ali Daei í einni Asíukeppni. Ali Daei skoraði átta mörk fyrir Íran árið 1996. Almoez Ali kom Katar í 2-0 á 37. mínútu en Boualem Khoukhi hafði skorað fyrsta markið á 22. mínútu. Fyrirliðinn Hassan Al-Haydos innsiglaði síðan sigurinn með marki á 80. mínútu áður en Hamid Ismail skoraði síðasta markið í uppbótartíma.Almoez double Qatar lead with his eighth goal of the tournament. He has now equalled Ali Daei's record for most goals in a single tournament! #AsianCup2019pic.twitter.com/K6mtS2HOL8 — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019Almoez Ali er með fjögurra marka forskot í baráttunni um gullskóinn en fjögur af mörkum hans komu í 6-0 sigri á Norður-Kóreu í riðlakeppninni. Akram Afif lagði upp þrjú mörk fyrir Katar í dag og hefur gefið alls níu stoðsendingar á mótinu. Akram Afif er 22 ára gamall eins og Almoez Ali. Katar mun síðan taka þátt í Suðurameríkukeppninni í sumar og þar fáum við enn frekar sönnun á styrkleika liðsins nú þegar styttist í því að Katar verður gestgjafi á HM í knattspyrnu.FULL-TIME | Qatar 4-0 UAE @QFA are through to the #AsianCupFinal for the first time ever! History! pic.twitter.com/hanlc0onmE — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019
Fótbolti Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn