Katar komið í úrslitaleik Asíukeppninnar í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 15:55 Almoez Ali fagnar áttunda marki sínu í keppninni. Getty/Zhizhao Wu Katar og Japan spila til úrslita í Asíukeppninni í fótbolta en þetta varð ljóst í dag þegar Katar hélt ótrúlegri sigurgöngu sinni áfram á mótinu. Katarbúar halda heimsmeistarakeppnina árið 2022 en hafa ekki verið til stórræða í fótboltanum hingað til. Landslið Katar er aftur á móti á mjög góðri leið ef marka má gengi þess meðal bestu knattspyrnuþjóða Asíu. Katar vann 4-0 sigur á heimamönnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í seinni undanúrslitaleiknum í dag en áður hafði Japan unnið 3-0 sigur á Íran í hinum undanúrslitaleiknum.st ever team to not concede in opening 6 #AsianCup games st ever #AsianCup final stage appearance for @QFA Qatar are writing their names in the history books! pic.twitter.com/uwJLiTGGFu — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019 Katar hefur unnið sex fyrstu leiki sína í keppninni en fyrir þessa keppni hafði landslið Katar aðeins unnið 10 af 38 leikjum sínum í lokaúrslitum Asíukeppninnar. Besti árangur landsliðsins fyrir 2019 var fimmta sæti. Katar hefur unnið þessa sex leiki sína í keppninni með markatölunni 16-0 og hefur liðið því enn ekki fengið á sig mark í mótinu. Katar vann 1-0 sigur á Suður-Kóreu í átta liða úrslitunum og 1-0 sigur á Írak í sextán liða úrslitunum. Japan sló út Sádí Aarbíu og Víetnam á leið sinni í undanúrslitin. Hinn 22 ára gamli Almoez Ali hefur verið stjarna mótsins en hann spilar fyrir Katar þrátt fyrir að vera fæddur í Súdan. Hann fluttist til Katar þegar hann var barn. Almoez Ali skoraði annað mark Katar í dag og er því kominn með átta mörk í keppninni sem þýðir að hann hefur jafnað markamet Ali Daei í einni Asíukeppni. Ali Daei skoraði átta mörk fyrir Íran árið 1996. Almoez Ali kom Katar í 2-0 á 37. mínútu en Boualem Khoukhi hafði skorað fyrsta markið á 22. mínútu. Fyrirliðinn Hassan Al-Haydos innsiglaði síðan sigurinn með marki á 80. mínútu áður en Hamid Ismail skoraði síðasta markið í uppbótartíma.Almoez double Qatar lead with his eighth goal of the tournament. He has now equalled Ali Daei's record for most goals in a single tournament! #AsianCup2019pic.twitter.com/K6mtS2HOL8 — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019Almoez Ali er með fjögurra marka forskot í baráttunni um gullskóinn en fjögur af mörkum hans komu í 6-0 sigri á Norður-Kóreu í riðlakeppninni. Akram Afif lagði upp þrjú mörk fyrir Katar í dag og hefur gefið alls níu stoðsendingar á mótinu. Akram Afif er 22 ára gamall eins og Almoez Ali. Katar mun síðan taka þátt í Suðurameríkukeppninni í sumar og þar fáum við enn frekar sönnun á styrkleika liðsins nú þegar styttist í því að Katar verður gestgjafi á HM í knattspyrnu.FULL-TIME | Qatar 4-0 UAE @QFA are through to the #AsianCupFinal for the first time ever! History! pic.twitter.com/hanlc0onmE — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019 Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Katar og Japan spila til úrslita í Asíukeppninni í fótbolta en þetta varð ljóst í dag þegar Katar hélt ótrúlegri sigurgöngu sinni áfram á mótinu. Katarbúar halda heimsmeistarakeppnina árið 2022 en hafa ekki verið til stórræða í fótboltanum hingað til. Landslið Katar er aftur á móti á mjög góðri leið ef marka má gengi þess meðal bestu knattspyrnuþjóða Asíu. Katar vann 4-0 sigur á heimamönnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í seinni undanúrslitaleiknum í dag en áður hafði Japan unnið 3-0 sigur á Íran í hinum undanúrslitaleiknum.st ever team to not concede in opening 6 #AsianCup games st ever #AsianCup final stage appearance for @QFA Qatar are writing their names in the history books! pic.twitter.com/uwJLiTGGFu — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019 Katar hefur unnið sex fyrstu leiki sína í keppninni en fyrir þessa keppni hafði landslið Katar aðeins unnið 10 af 38 leikjum sínum í lokaúrslitum Asíukeppninnar. Besti árangur landsliðsins fyrir 2019 var fimmta sæti. Katar hefur unnið þessa sex leiki sína í keppninni með markatölunni 16-0 og hefur liðið því enn ekki fengið á sig mark í mótinu. Katar vann 1-0 sigur á Suður-Kóreu í átta liða úrslitunum og 1-0 sigur á Írak í sextán liða úrslitunum. Japan sló út Sádí Aarbíu og Víetnam á leið sinni í undanúrslitin. Hinn 22 ára gamli Almoez Ali hefur verið stjarna mótsins en hann spilar fyrir Katar þrátt fyrir að vera fæddur í Súdan. Hann fluttist til Katar þegar hann var barn. Almoez Ali skoraði annað mark Katar í dag og er því kominn með átta mörk í keppninni sem þýðir að hann hefur jafnað markamet Ali Daei í einni Asíukeppni. Ali Daei skoraði átta mörk fyrir Íran árið 1996. Almoez Ali kom Katar í 2-0 á 37. mínútu en Boualem Khoukhi hafði skorað fyrsta markið á 22. mínútu. Fyrirliðinn Hassan Al-Haydos innsiglaði síðan sigurinn með marki á 80. mínútu áður en Hamid Ismail skoraði síðasta markið í uppbótartíma.Almoez double Qatar lead with his eighth goal of the tournament. He has now equalled Ali Daei's record for most goals in a single tournament! #AsianCup2019pic.twitter.com/K6mtS2HOL8 — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019Almoez Ali er með fjögurra marka forskot í baráttunni um gullskóinn en fjögur af mörkum hans komu í 6-0 sigri á Norður-Kóreu í riðlakeppninni. Akram Afif lagði upp þrjú mörk fyrir Katar í dag og hefur gefið alls níu stoðsendingar á mótinu. Akram Afif er 22 ára gamall eins og Almoez Ali. Katar mun síðan taka þátt í Suðurameríkukeppninni í sumar og þar fáum við enn frekar sönnun á styrkleika liðsins nú þegar styttist í því að Katar verður gestgjafi á HM í knattspyrnu.FULL-TIME | Qatar 4-0 UAE @QFA are through to the #AsianCupFinal for the first time ever! History! pic.twitter.com/hanlc0onmE — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019
Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira