Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2019 21:00 Þingflokksformaður Pírata segir geðheilbrigðisþjónustu við fanga á Íslandi algerlega óviðunandi en ekkert hefði verið gert til að bæta úr því þrátt fyrir ábendingar bæði alþjóðlegra og innlendra stofnana. Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag minnti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata á að bann við pyntingum og annarri vanvirðandi eða ómannúðlegri meðferð væri algjört og án undantekninga í lýðræðisríkjum. Þetta væri hvergi mikilvægara en í fangelsum þar sem stjórnvöld hefðu svift fólk frelsi sínu. Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum hefði um árabil skorað á íslensk stjórnvöld að bæta úr alvarlegum skorti á geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. „Ríkisendurskoðun benti á þennan skort í skýrslu sinni árið 2010 og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað hvatt ráðuneyti hæstvirts ráðherra til að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga undanfarin ár án teljandi viðbragða eða úrbóta að hálfu ráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að núverandi fyrirkomulag tryggi ekki vernd fanga frá pyntingum og annarri vanvirðandi meðferð eða refsingu í fangelsum landsins,” sagði Sunna. Hún spurði heilbrigðisráðherra hvort hægt væri að una við þetta og hvenær mætti búast við úrbótum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði þær ábendingar sem Sunna nefndi teknar alvarlega í heilbrigðisráðuneytinu. Samningur Sjúkratrygginga við heilsugæsluna í Árbæ um alhliða heilbrigðisþjónustu á dagtíma við fanga á Hólmsheiði væri á lokastigi. „Geðheilbrigðisþjónusta, það er að segja geðlæknir og geðhjúkrunarfræðingur, eru hluti samningsins. Það er sérstakur undirsamningur við geðsvið Landsspítalans. Þannig að þessi samningur er á lokastigi og síðan er hugmyndin að þetta módel verði fært yfir á önnur fangelsi í landinu í samvinnu við heilbrigðisstofnanir á svæðinu og geðdeildir viðkomandi sjúkrahúsa,” sagði Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata segir geðheilbrigðisþjónustu við fanga á Íslandi algerlega óviðunandi en ekkert hefði verið gert til að bæta úr því þrátt fyrir ábendingar bæði alþjóðlegra og innlendra stofnana. Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag minnti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata á að bann við pyntingum og annarri vanvirðandi eða ómannúðlegri meðferð væri algjört og án undantekninga í lýðræðisríkjum. Þetta væri hvergi mikilvægara en í fangelsum þar sem stjórnvöld hefðu svift fólk frelsi sínu. Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum hefði um árabil skorað á íslensk stjórnvöld að bæta úr alvarlegum skorti á geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. „Ríkisendurskoðun benti á þennan skort í skýrslu sinni árið 2010 og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað hvatt ráðuneyti hæstvirts ráðherra til að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga undanfarin ár án teljandi viðbragða eða úrbóta að hálfu ráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að núverandi fyrirkomulag tryggi ekki vernd fanga frá pyntingum og annarri vanvirðandi meðferð eða refsingu í fangelsum landsins,” sagði Sunna. Hún spurði heilbrigðisráðherra hvort hægt væri að una við þetta og hvenær mætti búast við úrbótum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði þær ábendingar sem Sunna nefndi teknar alvarlega í heilbrigðisráðuneytinu. Samningur Sjúkratrygginga við heilsugæsluna í Árbæ um alhliða heilbrigðisþjónustu á dagtíma við fanga á Hólmsheiði væri á lokastigi. „Geðheilbrigðisþjónusta, það er að segja geðlæknir og geðhjúkrunarfræðingur, eru hluti samningsins. Það er sérstakur undirsamningur við geðsvið Landsspítalans. Þannig að þessi samningur er á lokastigi og síðan er hugmyndin að þetta módel verði fært yfir á önnur fangelsi í landinu í samvinnu við heilbrigðisstofnanir á svæðinu og geðdeildir viðkomandi sjúkrahúsa,” sagði Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira