Hægðist á vitlausu veðri um miðnætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2019 07:01 Um tuttugu verkefni komu á borð lögreglu á Akureyri vegna veðurs í gærkvöldi. Fréttablaðið/GVA Ágætlega gekk að sinna útköllum vegna óveðursins á Norðurlandi í gær, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Veðurofsann lægði um miðnætti en veður hafði verið afar slæmt frá því um klukkan 21 í gærkvöldi. „Það gekk ágætlega, það komu einhver tuttugu verkefni inn á okkar borð fyrir miðnætti en það hægðist um miðnætti og hefur verið rólegt síðan,“ segir Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri í samtali við Vísi. Hann segir lögregla hafa unnið verkefnin í samvinnu við björgunarsveitir á Akureyri. Aðspurður segir Hermann að tjón hafi verið minniháttar en útköllin sneru flest að foki á þakplötum og lausamunum auk þess sem greinar brotnuðu á trjám og lögðust á bíla. „Ég held það sé nánast lítið sem ekkert tjón í þessu, þetta voru aðallega hlutir sem fuku til en minniháttar skemmdir ef einhverjar.“50 m/s og tæp 19 stig Veðurstofa Íslands gaf út fyrstu appelsínugulu viðvörun ársins á Norðurlandi eystra í gær en eins og áður segir tók að lægja upp úr miðnætti. Mesti vindur í gær mældist 50 m/s á Gagnheiði skömmu fyrir miðnætti, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Klukkan sex í morgun mældist vindur víða 13 til 18 m/s norðan- og austantil á landinu en um 25 m/s á annesjum nyrst. Þá mældist hæsti hiti í gær tæp 19 stig á Daltanga en hiti er núna um 10 stig á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir að lægi og kólni með deginum og þegar hefur fryst á Vestfjörðum. Frostlaust verður sunnanlands í dag.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á föstudag:Suðaustan 8-15 m/s, en heldur hægari norðan- og austanlands. Rigning með köflum, en dálítil snjókoma um norðanvertlandið. Hiti 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig norðaustantil. Á laugardag:Norðaustan 10-15 og él um landið norðvestanvert, en vestan 5-10 og dálítil rigning sunnanlands. Hægari vindur og lengst af þurrt austantil. Frost víða 0 til 5 stig, en að 5 stiga hita við Suðurströndina. Á sunnudag:Norðlæg átt 8-15 m/s og víða él, en þurrt suðvestanlands. Lægir um kvöldið, og frost 2 til 9 stig. Á mánudag:Gengur í hvassa suðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu með suðurströndinni. Heldur hægari, og þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hlýnandi veður. Á þriðjudag:Austlæg átt og snjókoma með köflum, en dálítil rigning syðst. Hiti kringum frostmark en vægt frost norðanlands. Á miðvikudag:Hæg norðlæg átt og bjart með köflum, en norðan strekkingur og él um norðaustanvert landið. Kalt í veðri. Veður Tengdar fréttir Björgunarsveit kölluð út vegna foktjóns á Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var nýverið kölluð út vegna þaks sem er að fjúka af húsi í byggðarlaginu. 9. janúar 2019 20:36 Snarvitlaust veður á Akureyri Gámar og þakplötur fjúka. 9. janúar 2019 21:43 Fyrsta appelsínugula viðvörun ársins Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi eystra, en búist sterkum suðvestan og vestan ofsaveðri með við hviðum yfir 40 metrum á sekúndum. 9. janúar 2019 19:27 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Ágætlega gekk að sinna útköllum vegna óveðursins á Norðurlandi í gær, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Veðurofsann lægði um miðnætti en veður hafði verið afar slæmt frá því um klukkan 21 í gærkvöldi. „Það gekk ágætlega, það komu einhver tuttugu verkefni inn á okkar borð fyrir miðnætti en það hægðist um miðnætti og hefur verið rólegt síðan,“ segir Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri í samtali við Vísi. Hann segir lögregla hafa unnið verkefnin í samvinnu við björgunarsveitir á Akureyri. Aðspurður segir Hermann að tjón hafi verið minniháttar en útköllin sneru flest að foki á þakplötum og lausamunum auk þess sem greinar brotnuðu á trjám og lögðust á bíla. „Ég held það sé nánast lítið sem ekkert tjón í þessu, þetta voru aðallega hlutir sem fuku til en minniháttar skemmdir ef einhverjar.“50 m/s og tæp 19 stig Veðurstofa Íslands gaf út fyrstu appelsínugulu viðvörun ársins á Norðurlandi eystra í gær en eins og áður segir tók að lægja upp úr miðnætti. Mesti vindur í gær mældist 50 m/s á Gagnheiði skömmu fyrir miðnætti, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Klukkan sex í morgun mældist vindur víða 13 til 18 m/s norðan- og austantil á landinu en um 25 m/s á annesjum nyrst. Þá mældist hæsti hiti í gær tæp 19 stig á Daltanga en hiti er núna um 10 stig á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir að lægi og kólni með deginum og þegar hefur fryst á Vestfjörðum. Frostlaust verður sunnanlands í dag.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á föstudag:Suðaustan 8-15 m/s, en heldur hægari norðan- og austanlands. Rigning með köflum, en dálítil snjókoma um norðanvertlandið. Hiti 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig norðaustantil. Á laugardag:Norðaustan 10-15 og él um landið norðvestanvert, en vestan 5-10 og dálítil rigning sunnanlands. Hægari vindur og lengst af þurrt austantil. Frost víða 0 til 5 stig, en að 5 stiga hita við Suðurströndina. Á sunnudag:Norðlæg átt 8-15 m/s og víða él, en þurrt suðvestanlands. Lægir um kvöldið, og frost 2 til 9 stig. Á mánudag:Gengur í hvassa suðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu með suðurströndinni. Heldur hægari, og þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hlýnandi veður. Á þriðjudag:Austlæg átt og snjókoma með köflum, en dálítil rigning syðst. Hiti kringum frostmark en vægt frost norðanlands. Á miðvikudag:Hæg norðlæg átt og bjart með köflum, en norðan strekkingur og él um norðaustanvert landið. Kalt í veðri.
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveit kölluð út vegna foktjóns á Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var nýverið kölluð út vegna þaks sem er að fjúka af húsi í byggðarlaginu. 9. janúar 2019 20:36 Snarvitlaust veður á Akureyri Gámar og þakplötur fjúka. 9. janúar 2019 21:43 Fyrsta appelsínugula viðvörun ársins Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi eystra, en búist sterkum suðvestan og vestan ofsaveðri með við hviðum yfir 40 metrum á sekúndum. 9. janúar 2019 19:27 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Björgunarsveit kölluð út vegna foktjóns á Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var nýverið kölluð út vegna þaks sem er að fjúka af húsi í byggðarlaginu. 9. janúar 2019 20:36
Fyrsta appelsínugula viðvörun ársins Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi eystra, en búist sterkum suðvestan og vestan ofsaveðri með við hviðum yfir 40 metrum á sekúndum. 9. janúar 2019 19:27