Innlent

Björgunarsveit kölluð út vegna foktjóns á Hólmavík

Atli Ísleifsson skrifar
Mjög hvasst er nú á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum.
Mjög hvasst er nú á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. vísir/vilhelm

Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var nýverið kölluð út vegna þaks sem er að fjúka af húsi í byggðarlaginu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

„Björgunarsveitarfólk í Dagrenningu var einnig kallað út fyrr í dag þegar heilt garðhýsi tókst á loft og fauk á íbúðarhús. Tókst björgunarfólki að festa húsið skjótt. 

Eru þetta einu útköllin sem björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa farið í það sem af er í dag.“

Mjög hvasst er nú á Norðurlandi og víðar, en appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út á Norðurlandi eystra, en annars staðar á Vestfjörðum, Miðhálendi, Norður- og Austurlandi er gul viðvörun í gildi.


Tengdar fréttir

Fyrsta appelsínugula viðvörun ársins

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi eystra, en búist sterkum suðvestan og vestan ofsaveðri með við hviðum yfir 40 metrum á sekúndum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.