Innlent

Fyrsta appelsínugula viðvörun ársins

Atli Ísleifsson skrifar
Guðviðvörun er á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, hálendinu og á Austfjörðum.
Guðviðvörun er á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, hálendinu og á Austfjörðum. Veður

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi eystra þar sem búist er við sterkum suðvestan og vestan ofsaveðri með við hviðum yfir 40 metrum á sekúndum. Um er að ræða fyrstu appelsínugulu viðvörun ársins 2019.

„Ekkert ferðaveður. Lausamunir munu líkega fjúka og tjón á mannvirkjum mögulegt. Þetta á sér í lagi við í Eyjafirði, þar með talið á Akureyri,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Guðviðvörun er á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, hálendinu og á Austfjörðum.

Veðurstofan skilgreinir appelsínugula viðvörun á þann veg að miðlungs eða miklar líkur eru á veðri sem valdið getur miklum samfélagslegum áhrifum. „Veðrið getur valdið tjóni og/eða slysum og ógnar mögulega lífi og limum ef aðgát er ekki höfð. Skerðing á samgöngum og innviðum/þjónustu tímabundin/staðbundin. Veður sem þessi verða nokkrum sinnum á ári.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðaustan og sunnan 8-15 m/s og rigning eða slydda, en dálítil slydda eða snjókoma norðan- og austanlands. Hiti frá frostmarki á Norðausturlandi, upp í 6 stig með suðurströndinni.

Á laugardag: Norðaustan 10-15 og él um landið norðvestanvert. Vestan 5-10 sunnanlands og dálítil rigning eða slydda. Hægari vindur og þurrt austantil. Norðan strekkingur á öllu landinu um kvöldið með ofankomu fyrir norðan, en rofar til syðra. Kólnandi veður. 

Á sunnudag: Breytileg átt 5-13 og líkur á éljum eða dálítilli snjókomu í flestum landshlutum. Frost 1 til 8 stig. 

Á mánudag: Gengur í stífa suðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu með suðurströndinni. Þurrt fram á kvöld á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust syðst. 

Á þriðjudag: Austlæg átt og snjókoma með köflum, en þurrt á Vesturlandi. Vægt frost.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.