Innlent

Snarvitlaust veður á Akureyri

Birgir Olgeirsson skrifar
Björgunarmenn hafa í nógu að snúast á Norðurlandi vegna veðurs.
Björgunarmenn hafa í nógu að snúast á Norðurlandi vegna veðurs. vísir/vilhelm

Súlur, björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Akureyri, hefur verið kölluð út vegna óveðursins sem nú herjar á Norðurland.

Veðrið þar er sagt snarvitlaust og meðal verkefna sem björgunarsveitarfólk fæst við eru gámar sem eru að fjúka, fok á byggingasvæði auk hefðbundinna verkefna eins og að járnplötur og annað minna sé að fjúka.

Á Hólmavík þar sem björgunarsveitarfólk hefur sinnt álíka verkefnum virðist veðrið vera að ganga niður og engin verkefni sem bíða.

Búið er að kalla út björgunarsveitirnar Tý á Svalbarðseyri og Stráka á Siglufirði vegna óveðursins sem nú er á Norðurlandi.

Einnig björgunarsveitina Björg á DrangsnesiAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.