Innlent

Snarvitlaust veður á Akureyri

Birgir Olgeirsson skrifar
Björgunarmenn hafa í nógu að snúast á Norðurlandi vegna veðurs.
Björgunarmenn hafa í nógu að snúast á Norðurlandi vegna veðurs. vísir/vilhelm
Súlur, björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Akureyri, hefur verið kölluð út vegna óveðursins sem nú herjar á Norðurland.

Veðrið þar er sagt snarvitlaust og meðal verkefna sem björgunarsveitarfólk fæst við eru gámar sem eru að fjúka, fok á byggingasvæði auk hefðbundinna verkefna eins og að járnplötur og annað minna sé að fjúka.

Á Hólmavík þar sem björgunarsveitarfólk hefur sinnt álíka verkefnum virðist veðrið vera að ganga niður og engin verkefni sem bíða.

Búið er að kalla út björgunarsveitirnar Tý á Svalbarðseyri og Stráka á Siglufirði vegna óveðursins sem nú er á Norðurlandi.

Einnig björgunarsveitina Björg á Drangsnesi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×