Fótbolti

Hnjaskvagninn keyrði yfir meiddan fótboltamann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hnjaskvagn á ferðinni á fótboltaleik en þó ekki umræddir hnjaskvagn í Brasilíu.
Hnjaskvagn á ferðinni á fótboltaleik en þó ekki umræddir hnjaskvagn í Brasilíu. Vísir/Getty

Hnjaskvagninn er til staðar á mörgum fótboltavöllum til að aðstoða meidda menn en stundum getur hann gert illt verra eins og raunin var í Brasilíu.

Brasilíumaðurinn Bernardo hefur nefnilega átt betri daga en á dögunum þegar hann mætti Flamengo með liði sínu Trindade.

Hnjaskvagninn varð heimsfrægur á HM í Bandaríkjunum fyrir aldarfjórðungi síðan en Ameríkubúar hafa haldið mun meiri tryggð við hann en kollegar þeirra í Evrópu.

Myndband frá leik 20 ára liða Flamengo og Trindade hefur vakið talsverða athygli á netinu.

Þar kemur ekki fram hvernig hinn óheppni Bernardo meiddist því myndbrotið byrjar á því að hann liggur sárþjáður í grasinum, líklega búinn að fá eitt gott spark frá leikmanni Flamengo.

Bernardo er greinlega það meiddur að menn töldu réttast að kalla á hnjaskvagninn en ökumaður hans var örugglega að keyra próflaus.

Hann keyrir hnjaskvagninn nefnilega yfir fót Bernardo eins og sjá má hér fyrir neðan. Það versta við þetta er að Trindade var á heimavelli og umræddur bílstjóri var því að slasa sinn eigin leikmann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.