Niðurskurður til Hafró „allt of mikið í einu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. janúar 2019 12:11 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur að hægt verði að koma í veg fyrir að starfsemi Hafrannsóknarstofnunar raskist vegna niðurskurðarkröfunnar. vísir/vilhelm Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skora á stjórnvöld að endurskoða hið fyrsta fyrirhugaðan niðurskurð á fjárframlagi til Hafrannsóknarstofnunar. Sjávarútvegsráðherra segir að brugðist verði við gagnrýni.Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem félögin fjögur sendu frá sér í morgun. Hafrannsóknastofnun hefur verið gert að skera niður í rekstri sínum um sem nemur ríflega 300 milljónum króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist taka undir þau sjónarmið að höggið sé mikið. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að ríkisstofnanir þurfi að taka á sig hagræðingarkröfu en ég segi það og tekur undir með þeim sjónarmiðum sem segja að þetta sé allt of mikið í einu. Þess vegna erum við að leita leiða inn í ráðuneytinu, í málaflokknum, til þess að draga úr þessu höggi sem að óbreyttu yrði fyrir rannsóknarstarfsemi Hafró. Ég hef fulla trú á að við munum varna því og koma í veg fyrir það að starfsemin raskist verulega að öllu óbreyttu,“ segir Kristján Þór.Sjá einnig: Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagtForstjóri Hafrannsóknastofnunar hefur sagt að til að mæta hagræðingarkröfunni verði að segja upp á bilinu 20 til 30 starfsmönnum og leggja rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni. „Ég er mjög vongóður um það að þessi 300 milljón króna lækkun gjalda verði ekki - það er að segja að við getum mætt því með öðrum hætti en forstjórinn hefur kynnt. Ég hef fulla trúa á því að okkur muni ganga það að mæta því að verulegu leyti,“ segir Kristján Þór.Ekki í anda Þingvallafundarins Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðunina sérstaka. „Það er auðvitað frumforsenda þess að okkur takist að skapa verðmæti úr sjávarauðlindinni að við stundum öflugar hafrannsóknir. Það var nú það sem hefur verið tekið fram, sérstaklega í stjórnarsáttmála og þingsályktun núna á hátíðarfundi á Þingvöllum í sumar, að það ætti að efla hafrannsóknir. Enda leiða þær til beinna, aukinna verðmætasköpunar og af þessum sökum komu þessar fréttir á óvart,“ segir Heiðrún Lind. Alþingi Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Krefjast þess að stjórnvöld falli frá „óskiljanlegri“ ákvörðun Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skrifa undir yfirlýsinguna. 10. janúar 2019 10:58 Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. 9. janúar 2019 18:05 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skora á stjórnvöld að endurskoða hið fyrsta fyrirhugaðan niðurskurð á fjárframlagi til Hafrannsóknarstofnunar. Sjávarútvegsráðherra segir að brugðist verði við gagnrýni.Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem félögin fjögur sendu frá sér í morgun. Hafrannsóknastofnun hefur verið gert að skera niður í rekstri sínum um sem nemur ríflega 300 milljónum króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist taka undir þau sjónarmið að höggið sé mikið. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að ríkisstofnanir þurfi að taka á sig hagræðingarkröfu en ég segi það og tekur undir með þeim sjónarmiðum sem segja að þetta sé allt of mikið í einu. Þess vegna erum við að leita leiða inn í ráðuneytinu, í málaflokknum, til þess að draga úr þessu höggi sem að óbreyttu yrði fyrir rannsóknarstarfsemi Hafró. Ég hef fulla trú á að við munum varna því og koma í veg fyrir það að starfsemin raskist verulega að öllu óbreyttu,“ segir Kristján Þór.Sjá einnig: Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagtForstjóri Hafrannsóknastofnunar hefur sagt að til að mæta hagræðingarkröfunni verði að segja upp á bilinu 20 til 30 starfsmönnum og leggja rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni. „Ég er mjög vongóður um það að þessi 300 milljón króna lækkun gjalda verði ekki - það er að segja að við getum mætt því með öðrum hætti en forstjórinn hefur kynnt. Ég hef fulla trúa á því að okkur muni ganga það að mæta því að verulegu leyti,“ segir Kristján Þór.Ekki í anda Þingvallafundarins Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðunina sérstaka. „Það er auðvitað frumforsenda þess að okkur takist að skapa verðmæti úr sjávarauðlindinni að við stundum öflugar hafrannsóknir. Það var nú það sem hefur verið tekið fram, sérstaklega í stjórnarsáttmála og þingsályktun núna á hátíðarfundi á Þingvöllum í sumar, að það ætti að efla hafrannsóknir. Enda leiða þær til beinna, aukinna verðmætasköpunar og af þessum sökum komu þessar fréttir á óvart,“ segir Heiðrún Lind.
Alþingi Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Krefjast þess að stjórnvöld falli frá „óskiljanlegri“ ákvörðun Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skrifa undir yfirlýsinguna. 10. janúar 2019 10:58 Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. 9. janúar 2019 18:05 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Krefjast þess að stjórnvöld falli frá „óskiljanlegri“ ákvörðun Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skrifa undir yfirlýsinguna. 10. janúar 2019 10:58
Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. 9. janúar 2019 18:05