Fjórðungur afplánar refsidóma utan veggja fangelsa hérlendis Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. janúar 2019 06:00 Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að fangelsið á Hólmsheiði verði tekið í fulla notkun á árinu. Fréttablaðið/Anton Brink Rétt tæplega fjórðungur afplánunarfanga afplánaði dóma utan fangelsa í fyrra en hlutfall þeirra hefur hækkað jafnt og þétt á undanförnum árum vegna aukinna áherslna á afplánunarúrræði utan fangelsa eins og rafrænt eftirlit og samfélagsþjónustu. Þetta sýna tölur sem Fréttablaðið aflaði hjá Fangelsismálastofnun. „Að okkar mati er mikilvægt að loka einstaklinga eins stutt og mögulegt er inni í lokuðum fangelsum og að fangar fari þaðan í opin fangelsi, þá á áfangaheimili og loks ljúki þeir afplánun heima hjá sér með ökklaband,“ segir Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir það auka líkur á að einstaklingar aðlagist samfélaginu hægt en örugglega og geti frekar fótað sig eftir að afplánun lýkur. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur lítið dregið úr fjölda þeirra sem bíða afplánunar og raunar hefur fjölgað jafnt og þétt á boðunarlista Fangelsismálastofnunar þannig að listinn nánast tvöfaldaðist á árunum 2010 til 2017 og fór úr 300 í 570 manns. Nokkuð fækkaði á boðunarlistanum árið 2018 í fyrsta skipti í áratug en í lok árs voru 536 á listanum. Aðspurður segir Páll að þótt rýmum í fangelsum hafi fjölgað er nýtt fangelsi var tekið í notkun árið 2016, segi það ekki alla söguna. „Í Hegningarhúsinu og Kópavogsfangelsinu voru alls 24 rými en þau eru 56 í nýju fangelsi á Hólmsheiði. Það er þó háð fjárveitingum hve mörg rými Fangelsismálastofnun getur nýtt á hverjum tíma í fangelsum landsins. Fangelsið á Hólmsheiði á að komast í fulla notkun á þessu ári.“Fleiri í gæsluvarðhaldi Þeim sem sitja í gæsluvarðhaldi á degi hverjum hefur fjölgað um 45 prósent á undanförnum fjórum árum og farið úr 17,5 á árunum 2015 og 2016 upp í 25 á dag að meðaltali á árunum 2016 og 2017. „Ég myndi halda að þetta sé bundið við einstök mál, þau hafa verið þung síðustu tvö ár og verða sífellt þyngri og flóknari,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vísar sérstaklega til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. Alda tekur þó fram að um getgátur sé að ræða, byggðar á hennar reynslu. Lögregluyfirvöld í hverju umdæmi og aðrir handhafar ákæruvalds beina kröfum til dómstóla um gæsluvarðhald yfir fólki. Fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hefur verið tiltölulega stöðugur frá árinu 2008 og oftast á bilinu 15 til 20 fangar í gæsluvarðhaldi. Fjöldinn fór hins vegar upp í 24,1 að meðaltali á dag árið 2017 og upp í 25,7 í fyrra. Aðspurð segist Alda ekki telja þessa aukningu tilkomna vegna breyttra áherslna í málum sem varða heimilisofbeldi og kynferðisbrot þótt þar kunni að vera einhver aukning, en áherslubreyting í þeim málaflokki kom til nokkrum árum fyrir aukninguna. Að sögn Öldu er fjölgun í gæsluvarðhaldskröfum hjá embættinu á Suðurnesjum í takt við þessa aukningu en þar voru 139 kröfur um gæsluvarðhald gerðar í fyrra, samanborið við 98 kröfur árið 2016. Á móti þessari fjölgun kemur að hlutfall gæsluvarðhaldsfanga sem sæta einangrun hefur lækkað jafnt og þétt á undanförnum áratug og farið úr tæpum þrjátíu prósentum árið 2008 niður í rúm tíu prósent í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Rétt tæplega fjórðungur afplánunarfanga afplánaði dóma utan fangelsa í fyrra en hlutfall þeirra hefur hækkað jafnt og þétt á undanförnum árum vegna aukinna áherslna á afplánunarúrræði utan fangelsa eins og rafrænt eftirlit og samfélagsþjónustu. Þetta sýna tölur sem Fréttablaðið aflaði hjá Fangelsismálastofnun. „Að okkar mati er mikilvægt að loka einstaklinga eins stutt og mögulegt er inni í lokuðum fangelsum og að fangar fari þaðan í opin fangelsi, þá á áfangaheimili og loks ljúki þeir afplánun heima hjá sér með ökklaband,“ segir Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir það auka líkur á að einstaklingar aðlagist samfélaginu hægt en örugglega og geti frekar fótað sig eftir að afplánun lýkur. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur lítið dregið úr fjölda þeirra sem bíða afplánunar og raunar hefur fjölgað jafnt og þétt á boðunarlista Fangelsismálastofnunar þannig að listinn nánast tvöfaldaðist á árunum 2010 til 2017 og fór úr 300 í 570 manns. Nokkuð fækkaði á boðunarlistanum árið 2018 í fyrsta skipti í áratug en í lok árs voru 536 á listanum. Aðspurður segir Páll að þótt rýmum í fangelsum hafi fjölgað er nýtt fangelsi var tekið í notkun árið 2016, segi það ekki alla söguna. „Í Hegningarhúsinu og Kópavogsfangelsinu voru alls 24 rými en þau eru 56 í nýju fangelsi á Hólmsheiði. Það er þó háð fjárveitingum hve mörg rými Fangelsismálastofnun getur nýtt á hverjum tíma í fangelsum landsins. Fangelsið á Hólmsheiði á að komast í fulla notkun á þessu ári.“Fleiri í gæsluvarðhaldi Þeim sem sitja í gæsluvarðhaldi á degi hverjum hefur fjölgað um 45 prósent á undanförnum fjórum árum og farið úr 17,5 á árunum 2015 og 2016 upp í 25 á dag að meðaltali á árunum 2016 og 2017. „Ég myndi halda að þetta sé bundið við einstök mál, þau hafa verið þung síðustu tvö ár og verða sífellt þyngri og flóknari,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vísar sérstaklega til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. Alda tekur þó fram að um getgátur sé að ræða, byggðar á hennar reynslu. Lögregluyfirvöld í hverju umdæmi og aðrir handhafar ákæruvalds beina kröfum til dómstóla um gæsluvarðhald yfir fólki. Fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hefur verið tiltölulega stöðugur frá árinu 2008 og oftast á bilinu 15 til 20 fangar í gæsluvarðhaldi. Fjöldinn fór hins vegar upp í 24,1 að meðaltali á dag árið 2017 og upp í 25,7 í fyrra. Aðspurð segist Alda ekki telja þessa aukningu tilkomna vegna breyttra áherslna í málum sem varða heimilisofbeldi og kynferðisbrot þótt þar kunni að vera einhver aukning, en áherslubreyting í þeim málaflokki kom til nokkrum árum fyrir aukninguna. Að sögn Öldu er fjölgun í gæsluvarðhaldskröfum hjá embættinu á Suðurnesjum í takt við þessa aukningu en þar voru 139 kröfur um gæsluvarðhald gerðar í fyrra, samanborið við 98 kröfur árið 2016. Á móti þessari fjölgun kemur að hlutfall gæsluvarðhaldsfanga sem sæta einangrun hefur lækkað jafnt og þétt á undanförnum áratug og farið úr tæpum þrjátíu prósentum árið 2008 niður í rúm tíu prósent í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira