Leita Katalónskumælandi Íslendinga Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. janúar 2019 22:30 Hópur katalónskra kvikmyndagerðarmanna hafa ferðast víða um land til að hafa upp á Íslendingum sem hafa af einhverjum ástæðum lagt á sig að læra katalónsku. Þáttastjórnandinn segir margt svipa til hjá Katalóníubúum og Íslendingum. Þar sé tungumálið engin undantekning enda hornsteinn í sjálfsmynd beggja þjóða. Þættirnir heita Katalonski og eru sýndir á katalónsku sjónvarpsstöðinni TV3. Þáttastjórnandinn er Halldór Már Stefánsson, tónlistarmaður, en hann hefur búið í Katalóníu í 25 ár og talar reipirennandi katalónsku. Þáttaröðin hefur verið endurnýjuð fyrir aðra seríu og hefst fyrsti þáttur á Íslandi. Undanfarna daga hefur teymið haft upp á katalónskumælandi Íslendingum. „Við höfum farið til Sikileyjar, Berlínar, Japans, Ástralíu,“ segir Halldór Már. „Við reynum svona yfirleitt að hafa svona fimm viðmælendur í þættinum og við höfum fundið fimm hér á Íslandi. Það eru nú ekki margir Íslendingar sem tala katalónsku.“Sjálfstæðisdraumar Katalóníu hafa ekki fengið að rætast en tungumálið er hornsteinn í sjálfsmynd íbúanna.EPA/Alejandro GarciaKatalónska málið hefur áður átt undir högg að sækja en það var bannað í skólum og hjá hinu opinbera á Frankótímabilinu á Spáni, allt til ársins 1975. Halldór segir mikilvægt að vernda tungumálið þar sem það sé hornsteinn í sjálfsmynd þjóðarinnar. Hann segir að þessu leiti séu Katalóníubúar og Íslendingar svipaðir en báðum þjóðum þykir það forvitnilegt ef fólk utan landsteinanna hafi áhuga á málinu. „Það er meira að segja fólk sem hefur aldrei komið til Katalóníu sem talar katalónsku,“ segir hann. „Þetta finnst Katalónum vera mjög merkilegt og ég gæti trúað því að Íslendingum þætti það jafn merkilegt að heyra af fjölda fólks um allan heims sem tala íslensku og eru ekki íslensk.“ Undanfarið hefur fjöldi Katalóníubúa barist fyrir sjálfstæði héraðsins frá Spáni og sjálfstæðisbaráttan mikið í fréttum. Oriol Gispert leikstjóri þáttanna segir katalónska tungumálið þjóðinni mikilvægt í því að viðhalda sterkri sjálfsmynd. „Tungumál er svo sterkt fyrirbæri,“ segir hann. „Við eigum ekki okkar eigið ríki en við eigum okkar menningu og tungumál. Við viljum varðveita tungumálið og við erum mjög stolt af því að vita að margir utan Katalóníu vilji læra málið. Það er mjög fallegt.“ Spánn Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Hópur katalónskra kvikmyndagerðarmanna hafa ferðast víða um land til að hafa upp á Íslendingum sem hafa af einhverjum ástæðum lagt á sig að læra katalónsku. Þáttastjórnandinn segir margt svipa til hjá Katalóníubúum og Íslendingum. Þar sé tungumálið engin undantekning enda hornsteinn í sjálfsmynd beggja þjóða. Þættirnir heita Katalonski og eru sýndir á katalónsku sjónvarpsstöðinni TV3. Þáttastjórnandinn er Halldór Már Stefánsson, tónlistarmaður, en hann hefur búið í Katalóníu í 25 ár og talar reipirennandi katalónsku. Þáttaröðin hefur verið endurnýjuð fyrir aðra seríu og hefst fyrsti þáttur á Íslandi. Undanfarna daga hefur teymið haft upp á katalónskumælandi Íslendingum. „Við höfum farið til Sikileyjar, Berlínar, Japans, Ástralíu,“ segir Halldór Már. „Við reynum svona yfirleitt að hafa svona fimm viðmælendur í þættinum og við höfum fundið fimm hér á Íslandi. Það eru nú ekki margir Íslendingar sem tala katalónsku.“Sjálfstæðisdraumar Katalóníu hafa ekki fengið að rætast en tungumálið er hornsteinn í sjálfsmynd íbúanna.EPA/Alejandro GarciaKatalónska málið hefur áður átt undir högg að sækja en það var bannað í skólum og hjá hinu opinbera á Frankótímabilinu á Spáni, allt til ársins 1975. Halldór segir mikilvægt að vernda tungumálið þar sem það sé hornsteinn í sjálfsmynd þjóðarinnar. Hann segir að þessu leiti séu Katalóníubúar og Íslendingar svipaðir en báðum þjóðum þykir það forvitnilegt ef fólk utan landsteinanna hafi áhuga á málinu. „Það er meira að segja fólk sem hefur aldrei komið til Katalóníu sem talar katalónsku,“ segir hann. „Þetta finnst Katalónum vera mjög merkilegt og ég gæti trúað því að Íslendingum þætti það jafn merkilegt að heyra af fjölda fólks um allan heims sem tala íslensku og eru ekki íslensk.“ Undanfarið hefur fjöldi Katalóníubúa barist fyrir sjálfstæði héraðsins frá Spáni og sjálfstæðisbaráttan mikið í fréttum. Oriol Gispert leikstjóri þáttanna segir katalónska tungumálið þjóðinni mikilvægt í því að viðhalda sterkri sjálfsmynd. „Tungumál er svo sterkt fyrirbæri,“ segir hann. „Við eigum ekki okkar eigið ríki en við eigum okkar menningu og tungumál. Við viljum varðveita tungumálið og við erum mjög stolt af því að vita að margir utan Katalóníu vilji læra málið. Það er mjög fallegt.“
Spánn Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira