Ríkið vill fá staðfestingu á að það eigi Fell Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. janúar 2019 07:00 Frá Vík í Mýrdal en jörðin Fell er í Mýrdalshreppi. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið hefur höfðað eignardómsmál til að fá viðurkennt eignarhald sitt á jörðinni Felli í Mýrdalshreppi. Stefna þess efnis var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi. Ríkið gerir tilkall til jarðarinnar, ræktaðs lands, hlöðu undir súgþurrkun og annars sem jörðinni fylgir. Undanskilin eru mannvirki á svokölluðum landnemaspildum á borð við verkfærageymslur og sumarhús. Í stefnunni er saga Fells rakin allt aftur til 12. aldar. Jörðin var lengi vel kirkjujörð en frægastur ábúenda er vafalaust Eldklerkurinn Jón Steingrímsson. Fell var síðast setið af presti árið 1903. Ekki hefur verið búið á jörðinni um áratuga skeið en síðan 1988 hefur ríkið leigt jörðina út til skógræktarbænda. Árið 2016 hugðist ríkið selja Skógræktarfélagi Reykjavíkur jörðina og fór því fram á það að eignarréttindum þess yrði þinglýst á Fell. Því hafnaði sýslumaðurinn á Suðurlandi. Kaupsamningi um jörðina var síðan vísað frá þinglýsingu á sömu forsendum. Ríkið telur að jörðin hafi verið eign konungs frá 1554 og þar með síðar íslenska ríkisins. Það hafi ráðstafað jörðinni og leigt hana út og enginn gert athugasemdir við það um aldir. Hefur það því höfðað mál þetta til að fá það viðurkennt. Í stefnunni er skorað á hvern þann sem telur sig eiga rétt til jarðarinnar að mæta við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Suðurlands 20. febrúar til að sanna rétt sinn. Ella verði fallist á kröfur ríkisins. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mýrdalshreppur Skipulag Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Sjá meira
Íslenska ríkið hefur höfðað eignardómsmál til að fá viðurkennt eignarhald sitt á jörðinni Felli í Mýrdalshreppi. Stefna þess efnis var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi. Ríkið gerir tilkall til jarðarinnar, ræktaðs lands, hlöðu undir súgþurrkun og annars sem jörðinni fylgir. Undanskilin eru mannvirki á svokölluðum landnemaspildum á borð við verkfærageymslur og sumarhús. Í stefnunni er saga Fells rakin allt aftur til 12. aldar. Jörðin var lengi vel kirkjujörð en frægastur ábúenda er vafalaust Eldklerkurinn Jón Steingrímsson. Fell var síðast setið af presti árið 1903. Ekki hefur verið búið á jörðinni um áratuga skeið en síðan 1988 hefur ríkið leigt jörðina út til skógræktarbænda. Árið 2016 hugðist ríkið selja Skógræktarfélagi Reykjavíkur jörðina og fór því fram á það að eignarréttindum þess yrði þinglýst á Fell. Því hafnaði sýslumaðurinn á Suðurlandi. Kaupsamningi um jörðina var síðan vísað frá þinglýsingu á sömu forsendum. Ríkið telur að jörðin hafi verið eign konungs frá 1554 og þar með síðar íslenska ríkisins. Það hafi ráðstafað jörðinni og leigt hana út og enginn gert athugasemdir við það um aldir. Hefur það því höfðað mál þetta til að fá það viðurkennt. Í stefnunni er skorað á hvern þann sem telur sig eiga rétt til jarðarinnar að mæta við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Suðurlands 20. febrúar til að sanna rétt sinn. Ella verði fallist á kröfur ríkisins.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mýrdalshreppur Skipulag Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Sjá meira